ASP.NET
ASP.NET er vefforritunarumhverfi hannað og markaðsett af Microsoft, sem forritarar geta notað til þess að smíða kraftmiklar vefsíður, vefforit og vefþjónustur. Það var fyrst gefið út í janúar 2002 með útgáfu 1.0 af .NET-umhverfinu, og er arftaki Active Server Pages (ASP) tækninar. ASP.NET er byggt á Common Language Runtime (CLR), sem gerir forriturum kleift að skrifa ASP.NET kóða með hvaða .NET-máli sem er.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að Internet Information Services 4.0 kom út árið 1997, hóf Microsoft að rannsaka möguleika á nýju vefforritunarlíkani sem myndi leysa algengar kvartanir varðandi Active Server Pages, sérstaklega hvað varðaði aðskilnað á framsetningu og efni og eiginleikan að skrifa „hreinan“ kóða. Mark Anders, framkvæmdastjóri IIS-hópsins, og Scott Guthrie, sem hafði gengið til liðs við Microsoft eftir að hafa útskrifast frá Duke University árið 1997, voru settir í að ákveða hverning líkanið myndi líta út. Upphafshönnunin var þróuð á tveimur mánuðum af Anders og Guthrie, og Guthrie kóðaði frummyndirnar um jólahátíðirnar 1997.
Frummyndinn var kölluð „XSP“; Guthrie útskýrði í viðtal árið 2007 að, „Fólk myndi alltaf spyrja hvað X-ið stæði fyrir. Á þeim tíma stóð það í raun ekki fyrir neitt. XML byrjaði á því; XSTL byrjaði á því. Allt sem var svalt virtist byrja á X, svo það var það sem við kölluðum það upphaflega“. Upphafsþróunin á XSP var gerð með notkun Java, en stuttu síðar var ákveðið að byggja nýja verkvanginn ofan á Common Language Runtime (CLR) í staðinn. Guthrie lýsti þeirri ákvörðun sem „stórri áhættu“, þar sem að velgengni nýja vefþróunarverkvangsins ylti á velgengni CLR, sem eins og XSP, var enn á grunnstigi þróunar, enda var XSP-teymið fyrsta teymið hjá Microsoft til að miða við CLR.
Eiginleikar
[breyta | breyta frumkóða]Síður
[breyta | breyta frumkóða]ASP.NET síður, opinberlega þekktar sem „vefeyðublöð“, eru aðaleiningar í hugbúnaðarþróun. Vefeyðublöð eru geymd í skrám með ASPX-viðbót; í forritunartæknimáli, hýsa þessar skrár yfirleitt kyrrstætt (X)HTML ívaf, og einnig ívaf sem skilgreinir miðilsmegin Web Controls og User Controls þar sem hönnuðurinn setur allt nauðsynlega kyrrstæða og breytilega efnið á síðuna. Til viðbótar má setja breytilegan kóða sem keyrir miðilsmegin á síðu innan í bálk <% -- breytilegur kóði -- %> sem er svipað og í annarri vefforritunartækni svo sem PHP, JSP og ASP, en almennt er mælt á mót slíku að frátöldu þegar gagnabinding á sér stað en hún krefst fleiri kalla þegar síðan er birt.