Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 061)
Jump to navigation Jump to search
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin
Forsíða Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin

Bakhlið Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin
Bakhlið

Gerð SG - 061
Flytjandi Vilhjálmur Vilhjálmsson
Gefin út 1973
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Litla sæta ljúfan góða - Lag - texti: Thore Skogman - Valgeir Sigurðsson
 2. Heimkoma - Lag - texti: Putnam - Ómar Ragnarsson
 3. Það er bara þú - Lag - texti: Arland/Rovi - Loftur Guðmundsson
 4. Bréfið - Lag - texti: Theódór Einarsson
 5. S.O.S. ást í neyð - Lag - texti: Moroder/Holm - Ómar Ragnarsson
 6. Allt er breytt - Lag - texti: Clark - Magnús Ingimarsson
 7. Hún hring minn ber - Lag - texti: B. Bryant - Baldur Pálmason
 8. Árið 2012 - Lag - texti: Owens - M. Ingimarsson/Ómar Ragnarsson
 9. Vor í Vaglaskógi - Lag - texti: Jónas Jónasson - Kristján frá Djúpalæk
 10. Einni þér ann ég - Lag - texti: T. Roe - Ólafur Gaukur
 11. Ég bið þig - Lag - texti: Donaggio/Pallavicini - Ómar Ragnarsson
 12. Elsku Stína - Lag - texti: B. Walleborn - Ómar Ragnarsson
 13. Myndin af þér - Lag - texti: B. Russel - Iðunn Steinsdóttir Hljóðdæmi 
 14. Raunasaga - Lag - texti: Ókunnur - Maron Vilhjálmsson

Litla sæta ljúfan góða[breyta | breyta frumkóða]

Víða liggja leiðir. Löngum útþrá seiðir.
Margur sinni æsku eyðir út á köldum sæ.
Langt frá heimahögum. Hef ég mörgum dögum,
eytt og æskuárin streyma, en ég mun aldrei, aldrei gleyma
blíðri mey sem bíður heima. Bjarta nótt í maí.
Litla, sæta, ljúfan góða,
með ljósa hárið.
Lætur blíðu brosin sín
bera rósailm og vín,
allar stundir út til mín.
Litla, sæta, ljúfan góða,
með ljósa hárið
fyrir hana hjartað brann.
Hún er allra besta stúlkan sem ég fann.
Hennar hlátur minnir mig á fossanið.
Af hennar munni vil ég teyga sólskinið.
Vorsins blær, sem hennar kitlar kinn,
er kossinn þyrstir mig.
Hennar augu ljóma eins og hafið blátt.
Ég hef ótrúlega hraðan hjartaslátt.
Hún er stúlkan sem ég einni ann.
Ég enga betri fann.
Littla, sæta, ljúfan góða,
með ljósa hárið,
fyrir hana hjartað brann.
Hún er allra besta stúlkan sem ég fann.

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Á þessari plötu eru fjórtán lög, sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng á ýmsum plötum m. a. með hljómsveitum Ingimars Eydal og Magnúsar Ingimarssonar. Fagna hinir fjölmörgu aðdáendur Vilhjálms vafalaust þessari plötu, þvi öll lögin eru ófáanleg á eldri plötum nema Heimkoma, sem er á fyrstu LP-plötu Vilhiálms og Ellyar þar sem þau syngja tólf lög (SG-020). Aðrar plötur Vilhiálms, sem enn fást eru aðrar þrjár LP-plötur hans með Elly SG-026 — lög Sigfúsar Halldórssonar, SG-027 — lög Tólfta September og SG-041 — Jólalög. Auk þess fœst ennþá tólf laga plata, þar sem Vilhiálmur syngur einn m.a. lagið Bíddu pabbi (SG-055).