Vilhjálmur og Elly Vilhjálms - Lög Tólfta september

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 027)
Lög Tólfta september
Bakhlið
SG - 027
FlytjandiVilhjálmur og Ellý Vilhjálms
Gefin út1970
StefnaDægurlög
StjórnPétur Steingrímsson

Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Lög Tólfta september er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Vilhjálmur Vilhjálms og Ellý Vilhjálms tólf lög og ljóð eftir Tólfta september. Hljóðritun hljómplötunnar fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Forsíðumynd tók Kristján Magnússon, en plötuumslagið var að öðru leyti unnið í Grafík hf.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Draumur fangans - Bæði syngja
  2. Í faðmi þér - Vilhjálmur syngur
  3. Heimþrá - Elly syngur
  4. Sumarleyfið - Bæði syngja
  5. Þú ert vagga mín, haf - Vilhjálmur syngur
  6. Bergmál hins liðna - Bæði syngja Hljóðskráin "SG-027-Bergm%C3%A1l_hins_li%C3%B0na.ogg" fannst ekki
  7. Halló - Bæði syngja
  8. Hér sátum við bæði - Elly syngur
  9. Frostrósir - Vilhjálmur syngur
  10. Blikandi haf - Bæði syngja
  11. Litla stúlkan við hliðið - Elly syngur
  12. Litli tónlistarmaðurinn - Bæði syngja

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þegar templarar fóru af stað með danslagakeppni í Góðtemplarahúsinu fyrir tœpum tuttugu árum hefur það sennilega verið gert í tvennum tilgangi; til að auka aðsóknina að dansleikjum í Gúttó og til að koma íslenzkum lögum á framfœri. En á þessum árum, var vegur íslenzkra danslaga ekki meiri en það, að það komu aðeins fram 1—2 íslenzk lög á ári á móti hinum mörgu hundruðum erlendra laga, sem voru flutt á skemmtistöðum og í útvarpi. Þetta tókst hjá templurum. Aðsóknin jókst að dansleikjum í Gúttó og fyrir tilstilli þeirra komu fram mörg lög, sem sígild hafa orðið í hópi íslenzkra dægurlaga. Freymóður Jóhannsson stóð fyrir danslagakeppni SKT þessi ár, sem hún stóð yfir. Fylgdist hann með öllu af lífi og sál. Mér er það minnisstætt, að hann mœtti á flestum œfingum hljómsveitarinnar í Gúttó, til að fylgjast með þvi að þessi valsinn vœri ekki of hœgur, eða hinn tangóinn of hraður. Það var á öðru, frekar en þriðja ári keppninnar, að þátttaka var einhverra hluta vegna minni, en búizt hafði verið við. Þá vantaði tvö eða þrjú lög svo að lögleg keppni gœti farið fram. Freymóður skauzt þá út í bœ, sagðist vita um lög, sem nota mœtti til uppfyllingar. Höfundur þessara laga var skráður „Tólfti september" og lögin, sem gripið var til á síðustu stundu náðu svo sannarlega eyrum fólksins. Þau voru gœdd þeim nauðsynlega einfaldleika, sem verður að vera fyrir hendi, svo að ljúf laglína eða fallegt ljóð verði á hvers manns vorum á svipstundu.

Það kom í ljós þegar verðlaunum var úthlutað, að Freymóður varð að taka á móti verðlaunum „Tólfta september" því lögin voru eftir hann. Hann hafði einfaldlega tekið sér fœðingardag sinn sem höfundarnafn. Á þessum árum samdi Freymóður mikinn fjölda laga, mörg þeirra hlutu verðlaun og voru síðan sungin landshornanna á milli þegar þau voru flutt í úrvarpi. Freymóður Jóhannsson á mikinn heiður skilið fyrir allt það, sem hann hefur gert fyrir íslenzka dans- og dægurtónlist. Fyrst og fremst fyrir lög sín og ljóð og síðan fyrir brautryðjendastarf sitt í sambandi við danslagakeppni SKT og ekki hvað sízt fyrir að halda merki íslenzkrar dœgurlagatónlistar á lofti æ síðan. Ég er ekki í minnsta vafa um, að það er að all verulegu leyti þessu starfi hans að þakka, að síðasta hálfan annan áratuginn hafa Íslendingar tekið góð íslenzk lög og ljóð langt fram yfir það sem erlent er. Þessvegna er mér það sérstök ánægja, að fœra Freymóði Jóhannssyni þessa hljómplötu á 75 ára afmœlisdegi hans, tólfta september 1970. Á plötunni eru öll hans þekktustu lög ásamt þremur öðrum, sem ekki hafa áður komið á hljómplötu. Öll eru ljóðin eftir Freymóð, að undanskildu Þú ert vagga mín, haf sem er eftir Reinhardt Reinhardtsson. Flytjendur eru systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms, en útsetjari og hljómsveitarstjóri Jón Sigurðsson. Hefur þeim þremur ekki tekizt síður upp á þessari plötu, en hinni fyrri, sem þau unnu að saman fyrr á þessu ári.