Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 540)
Jump to navigation Jump to search
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber
Forsíða Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber

Bakhlið Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber
Bakhlið

Gerð SG - 540
Flytjandi Vilhjálmur Vilhjálmsson
Gefin út 1969
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytur Vilhjálmur Vilhjálmsson tvö lög.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hún hring minn ber - Lag - texti: B. Bryant - Baldur Pálmason
  2. Árið 2012 - Lag - texti: Buck Owens - Magnús Ingimarsson/Ómar Ragnarsson Hljóðdæmi 

Árið 2012[breyta | breyta frumkóða]

Gömlu dagana gefðu mér, þá gat ég verið einn með þér,
nú tæknin geggjuð orðin er gömlu dagana gefðu mér.
Mig dreymdi að væri komið árið 2012
þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf.
Já veröldin var skrýtin það var allt orðið breytt
því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt.
Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor,
því yfirmaður hans var lítill vasa transistor.
Og þingmennirnir okkar voru ei með fulle femm,
því forsætisráðherrann var gamall IBM
Gömlu dagana.....
Ég álpaðist á bíó þar með ungri stúlkukind,
en ekki hélt ég út að horfa á cowboy röntgen mynd.
Ég dapur fór á barinn og um double bað af stút,
en er dóninn tók upp sprautu þá flýtti ég mér út.
Mig dreymdi að ég væri giftur þeirri sömu sem ég er,
hún sagði, ó mér leiðist þetta barnaleysi hér,
ég gerðist nokkuð bráður og vildi bæta úr því strax
nei bíddu sagði hún góði við notum pillur nú til dags.
Gömlu dagana gefðu mér, þá gat ég verið einn með þér,
nú tæknin geggjuð orðin er gömlu dagana gefðu mér.
Ó en sá draumur og ég er ánægður með lífið eins og það er.