Vilhjálmur Vilhjálmsson - Myndin af þér - Einni þér ég ann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 556)
Jump to navigation Jump to search
Myndin af þér
Forsíða Vilhjálmur Vilhjálmsson - Myndin af þér - Einni þér ég ann

Bakhlið Vilhjálmur Vilhjálmsson - Myndin af þér - Einni þér ég ann
Bakhlið

Gerð SG - 556
Flytjandi Vilhjálmur Vilhjálmsson
Gefin út 1971
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Vilhjálmur Vilhjálmsson er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytur Vilhjálmur Vilhjálmsson tvö lög.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Myndin af þér - Lag - texti: L. B. Russel - Iðunn Steinsdóttir
  2. Einni þér ég ann - Lag - texti: L. Troe - Ólafur Gaukur Hljóðdæmi 

Einni ég ann þér[breyta | breyta frumkóða]

Einni þér ann ég.
Ást mína fann ég,
fyrst þá er sá ég
þig fegurst meyja.
Ég hef flækst um fjarlæg lönd,
flakkað víða um heim.
Stefnt í þotu strönd frá strönd
og stikað á tveim.
Ég stúlkur leit í löndum þar,
laglegustu fljóð,
en engin þér jafn indæl var,
elskuleg og góð.
Einni þér ann ég.
Ást mína fann ég,
fyrst þá er sá ég
þig fegurst meyja.
Margoft sá ég meyjarbarm,
margoft nettan fót.
Ein hún bar í hjarta harm,
hin næsta var ljót.
Og aldrei gat ég elskað þær,
undarlegt það er.
Aldrei, aldrei fagra mær,
gleyma mun ég þér.
Einni þér ann ég...