Viðarlundin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Viðarlundin (íslenska: Viðarlundurinn), einnig kölluð Plantasjan, er stærsti almenningsgarður Þórshafnar og elsti, stærsti og mest sótti skógur í Færeyjum. Garðurinn er einnig þekktur sem Viðarlundin í Havn eða Viðarlundin í Gundadali til þess að greina hann frá Viðarlundinni á Debesartrøð, sem einnig er í Þórshöfn.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Garðurinn var stofnaður árið 1903, og kom óskin um að rækta skóg við Þórshöfn líklega frá Jóannesi Paturssyni, þingmanni og kóngsbónda á Kirkjubæ. Þann 21. desember 1988 gekk mikið óveður yfir Færeyjar, sem felldi mörg tré í skóginum.[1]

Staðhættir og gróðurfar[breyta | breyta frumkóða]

Viðarlundin þekur um 7,7 ha í grunnum dal á milli Varðagøtu, Gundadalsvegs og Hoydalsvegs, rétt fyrir ofan miðbæ Þórshafnar. Listasafn Færeyja er staðsett í norðurhluta garðsins. Bæjarlækurinn Havnará rennur um smástíflur og tjarnir niður dalinn. Viðarlundin er mesta trjásafn Færeyja, þar sem meðal annars vaxa sitkagreni, stafafura, japanslerki, alaskaösp ásamt ýmsum tegundum af þin, reyni, elri og víði.

Myndir frá Viðarlundinni í Þórshöfn[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Dokumentarurin: »Jólaódnin«, heimildarmynd um óveðrið 21. desember 1988. Kringvarp Føroya, 19. desember 2013.