Svartþröstur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Svartþröstur
Fullorðinn karlfuglSöngur (uppl.)
Fullorðinn karlfugl
Söngur 
Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Þrestir (Turdidae)
Ættkvísl: Eiginlegir þrestir (Turdus)
Tegund: T. merula
Tvínefni
Turdus merula
Linnaeus, 1758

Svartþröstur (fræðiheiti: Turdus merula) er þrastartegund sem er algeng um alla Evrópu og Asíu sunnan norðurheimskautsbaugs. röstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nýlegur landnemi á Íslandi. Hér verpir hann meðal annars á innnesjum svo sem í Reykjavík og er talið að varpstofn hans á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu 60 til 100 pör. Hann er meðal annars nokkuð algengur í Laugardalnum og má sjá hann þar allan ársins hring.

Karlfuglinn er alsvartur með gul-appelsínugulan gogg og áberandi gulan hring í kringum augun en kvenfuglinn er brúnmóleitur með fölgulan gogg. Svartþröstur er litlu stærri en skógarþröstur. Svartþrestir eru á bilinu 23 – 29 cm á lengd og vega um 125 grömm.[1]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Verpa svartþrestir á Íslandi? Vísindavefur. Skoðað 18. janúar, 2016.