Mannvirki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hengibrú yfir Hvítá hjá Iðu - dæmi um mannvirki

Mannvirki er manngert fyrirbæri sem stendur úti við og er í flestum tilfellum ætlað að standa til langs tíma. Til eru margskonar mannvirki með mismunandi hlutverk; Brýr eru byggðar til að komast yfir ár, gil eða vegi og hús eru ætluð t.d. til íveru eða geymslu á einhverju.

Mismunandi byggingarefni eru notuð í mannvirki. Steinsteypa, timbur og stál eru gjarnan notuð, en steypa er algengasta byggingarefnið í þróuðum löndum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi mannvirkjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.