Skiptar eyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skiptar eyjar eru eyjar sem tilheyra fleiri en einu ríki. Þar eru því að finna ríkislandamæri sem skipta eyjunni í tvo eða þrjá hluta. Í flestum tilfellum tilheyra skiptar eyjar aðeins tveimur ríkjum. Borneó er þó undantekning en þar eru þrjú ríki. Kýpur er einnig með sérstöðu. Neðangreindur listi tekur aðeins fyrir eyjar í hafi en fljótaeyjar eru víða skiptar þar sem landamæri liggja meðfram fljótum.

Skiptar eyjar eftir stærð:

Röð Eyja Stærð í km2 Ríki
1 Nýja-Gínea 785.753 Indónesía, Papúa Nýja-Gínea
2 Borneó 748.168 Brúnei, Indónesía, Malasía
3 Kúba 109.884 Bandaríkin (Gúantanamó)1), Kúba
4 Írland 81.638 Írland, Norður-Írland
5 Hispaníóla 73.929 Dóminíska lýðveldið, Haítí
6 Eldland 47.992 Argentína, Síle
7 Tímor 28.418 Austur-Tímor, Indónesía
8 Kýpur 9.234 Kýpur (gríski hlutinn), Norður-Kýpur2)
9 Sebatik 452 Indónesía, Malasía
10 Usedom 445 Pólland, Þýskaland
11 Marteinsey 93 Frakkland, Holland
12 Kataja 0,71 Finnland, Svíþjóð
13 Märket 0,033 Finnland, Svíþjóð
14 Koiluoto 0,033 Finnland, Rússland

Athugasemdir:

  • 1) Gúantanamó-herstöðin er í eigu Bandaríkjanna, en hún er ekki viðurkennd af Kúbu
  • 2) Norður-Kýpur er ekki alþjóðlega viðurkennt ríki nema af Tyrklandi. Á eyjunni eru tvær breskar herstöðvar sem eru nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]