Skiptar eyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skiptar eyjar eru eyjar sem tilheyra fleiri en einu ríki. Þar eru því að finna ríkislandamæri sem skipta eyjunni í tvo eða þrjá hluta. Í flestum tilfellum tilheyra skiptar eyjar aðeins tveimur ríkjum. Borneó er þó undantekning en þar eru þrjú ríki. Kýpur er einnig með sérstöðu. Neðangreindur listi tekur aðeins fyrir eyjar í hafi en fljótaeyjar eru víða skiptar þar sem landamæri liggja meðfram fljótum.

Skiptar eyjar eftir stærð:

Röð Eyja Stærð í km2 Ríki
1 Nýja-Gínea 785.753 Indónesía, Papúa Nýja-Gínea
2 Borneó 748.168 Brúnei, Indónesía, Malasía
3 Kúba 109.884 Bandaríkin (Gúantanamó)1), Kúba
4 Írland 81.638 Írland, Norður-Írland
5 Hispaníóla 73.929 Dóminíska lýðveldið, Haítí
6 Eldland 47.992 Argentína, Síle
7 Tímor 28.418 Austur-Tímor, Indónesía
8 Kýpur 9.234 Kýpur (gríski hlutinn), Norður-Kýpur2)
9 Sebatik 452 Indónesía, Malasía
10 Usedom 445 Pólland, Þýskaland
11 Marteinsey 93 Frakkland, Holland
12 Kataja 0,71 Finnland, Svíþjóð
13 Märket 0,033 Finnland, Svíþjóð
14 Koiluoto 0,033 Finnland, Rússland

Athugasemdir:

  • 1) Gúantanamó-herstöðin er í eigu Bandaríkjanna, en hún er ekki viðurkennd af Kúbu
  • 2) Norður-Kýpur er ekki alþjóðlega viðurkennt ríki nema af Tyrklandi. Á eyjunni eru tvær breskar herstöðvar sem eru nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]