Fara í innihald

Rómarkeisari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rómarkeisarar)
Ágústus keisari.

Rómarkeisari eða keisari Rómar er hugtak sem sagnfræðingar eru vanir að nota yfir æðsta stjórnanda Rómaveldis frá þeim tíma þegar lýðveldistímanum lýkur. Meðal hinna fornu Rómverja var enginn slíkur titill notaður og ekkert eitt embætti samsvarar því. Rómarkeisari er öllu heldur yfirheiti notað til hagræðingar yfir flókið safn titla og valda.

Rómarkeisari var ekki einvaldur í nútímaskilningi og á keisaratímanum voru valdastofnanir lýðveldisins, eins og rómverska öldungaráðið og þingin, ennþá virkar. Rómarkeisari var að nafninu til fremstur meðal jafningja (primus inter pares) innan öldungaráðsins. Sá titill Rómarkeisara sem sumir sagnfræðingar álíta skilyrði þess að um keisara sé að ræða er princeps sem merkir „fyrstur“ (sbr. fursti).

Í þeim skilningi er Ágústus fyrsti keisari Rómar, en sumir vilja líta svo á að það vald sem Júlíus Caesar hafði safnað til sín geri hann í reynd að fyrsta keisaranum.

  Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.