Fara í innihald

Efesos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rómverska almenningsbókasafnið í Efesos.

Efesos (forngríska Έφεσος, tyrkneska Efes) var grísk borg í Jóníu í Litlu Asíu við strönd Eyjahafs (í dag í Tyrklandi). Hún var stofnuð sem aþensk nýlenda. Í dag eru rústir Efesos vinsæll ferðamannastaður. Í Efesos var ein af kirkjunum sjö í Asíu sem getið er um í Opinberunarbók Jóhannesar.