Fara í innihald

Kampanía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Kampanía

Kampanía (ítalska Regione Campania) er hérað á Suður-Ítalíu sem markast af Latíum og Mólíse í norðri, Apúlía í austri og Basilíkata í suðri með strönd að Tyrrenahafi í vestri. Höfuðstaður héraðsins er Napolí. Íbúafjöldi er 5,7 milljónir. Í Kampaníu eru meðal annars eldfjallið Vesúvíus og eyjan Kaprí.

Heitið er oftast annaðhvort talið leitt af -campus úr latínu sem merkir flatlendi eða af heiti úr oskísku sem merkir "sem heyrir undir Capúa". -Campus í (amerískri) ensku í merkingunni -í (há)skólanum, vísar til þess að háskólar þar voru gjarnar reistir á flötu graslendi. Kampavín hefur síðan ekkert með héraðið að gera heldur heitir eftir svipað hljómandi héraði í Frakklandi.

Sýslur (province)

[breyta | breyta frumkóða]
Kort sem sýnir Kampaníu.