Fara í innihald

Línus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Línus páfi

Línus var frá Toskana á Ítalíu. Hann var fyrsti arftaki Péturs postula í biskupsdæmi Rómar. Hann stjórnaði í níu ár (67- 76).

Áhöld eru um nákvæmar dagsetningar á valdatíð hans. Sumar heimildir segja að hann hafi ríkt árin 56 - 67 á tímum Nerós en Jeremías segir hann hafa ríkt 67 til 78. Evsebíos biskup og kirkjusagnfræðingur segir að hann hafi endað valdatíð sína á öðru ári keisaratíðar Títusar árið 80.

Samkvæmt Liber Pontificalis var Línus frá Toskana og faðir hans hét Herculanus. Móðir hans hét Claudia. Sama heimild segir að hann hafi gefið út tilskipun þar sem konur voru skyldaðar til að hylja höfuð sitt í kirkjum. Heimildin segir að hann hafi dáið píslarvættisdauða og hafi verið grafinn á Vatíkanhæðinni. Segir þar einnig að hann hafi dáið 23. september, sem er dýrlingadagur hans en almenn heiðrun hans var lögð niður 1969.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]