Alexander 1. páfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexander I

Alexander I var páfi í 10 ár, frá 105 til 115. Hann var sjötti páfi kaþólsku kirkjunnar og er einn af dýrlingum kirkjunnar.

Annuario Pontificio sem Vatíkanið gefur út segir hann hafa verið Rómverja sem ríkti frá 108 eða 109 til 116 eða 119. Hann er sagður hafa dáið píslarvættisdauða þó engar sögulegar staðreyndir sanni það.

Þrír rómverskir píslarvottar voru grafnir við Via Nomentana. Hin gamla rómverska píslarvottabók sem var felld úr gildi 1970 ber ranglega kennsl á Alexander einn úr hóp þessum sem Alexander páfa I. Ekkert er lengur varðveitt eða vitað um þennan páfa.

Evsebíos sagnaritari segir að Alexander hafi dáið á þriðja valdaári Hadríanusar keisara Rómarveldis.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Pope St. Alexander I“. Sótt 9. apríl 2007.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Pope Alexander I“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. apríl 2007.