Klemens 9.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klemens 9.

Klemens 9. (28. janúar 16009. desember 1669) var páfi frá 1667 til dauðadags. Hann hét upphaflega Giulio Rospigliosi og var af aðalsættum frá Pistoia í Toskana. Hann gekk í jesúítaskóla og lærði síðan heimspeki við Háskólann í Písa. Hann var náinn samstarfsmaður Úrbanusar 8. og var í hans valdatíð sendur sem postullegur sendiherra til Spánar og hélt þeirri stöðu eftir að Innósentíus 10. tók við. Hann samdi söngbækur fyrir óperur.

Lítið markvert gerðist í skammri valdatíð Klemensar 9.. Hann gegndi hlutverki sáttasemjara í friðarsamningunum eftir Valddreifingarstríðið 1668. Hann hélt áfram kaupum Páfastóls á listaverkum. Hann samdi við Gian Lorenzo Bernini um gerð englanna á Ponte Sant'Angelo í Róm og við Antonio Maria Abbatini um myndskreytingu kórsins í Sixtínsku kapellunni.


Fyrirrennari:
Alexander 7.
Páfi
(1667 – 1669)
Eftirmaður:
Klemens 10.