Síðasta veiðiferðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síðasta veiðiferðin er íslensk gamanmynd frá 2020. Leikstjórar eru Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson. Myndin er fyrsta myndin í Veiðiferðarseríunni.

Myndin var frumsýnd þann 6. mars 2020. Kvikmyndin var vinsælasta kvikmynd á Íslandi árið 2020. Framhaldsmyndin Allra síðasta veiðiferðin var frumsýnd þann 18. mars 2022 og er þrjár aðrar myndir væntanlegar sem að munu heita Langsíðasta veiðiferðin, Næstsíðasta veiðiferðin og Fyrsta veiðiferðin. Markell Productions framleiddi myndina.

Leikarar eru Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson og Þröstur Leó Gunnarsson. Einnig koma við sögu Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ylfa Marín Haraldsdottir, Vivian Ólafsdóttir, Ásta Júlía Elíasdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Bubbi Morthens

Myndin var tekjuhæsta kvikmyndin á Íslandi árið 2020 og fékk 61 milljón, 777 þúsund og 808 krónur í tekjur með rúmlega 35 þúsund í aðsókn.

Kvikmyndin Saumaklúbburinn, kvennaútgáfa veiðiferðarinnar var tekin upp sumarið 2020 og frumsýnd í byrjun sumars 2021.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg, hratt og örugglega.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hugmynd að myndinni spratt upp í kringum árið 2000. Flestar sögurnar í myndinni eru byggðar á sönnum atburðum.

Kvikmyndin var tekin upp sumarið 2019.

Framhald[breyta | breyta frumkóða]

Önnur kvikmyndin í seríunni, Allra síðasta veiðiferðin var tekin upp sumarið 2021 og var frumsýnd 18. mars 2022. Í viðtali í sjónvarpsþættinum Bíóbærinn frá mars 2022 sögðu leikstjórarnir að það væri plön um að gera fimm myndir í seríunni. Í júlí árið 2022 sögðu leikstjórar myndanna að þriðja myndin yrði tekin upp sumarið 2023. Þeir greindu frá í því viðtali að hún ætti að heita Lang síðasta veiðiferðin og að fjórða og fimmta myndi heita Næst síðasta veiðiferðin og Fyrsta veiðiferðin.

Endurgerð[breyta | breyta frumkóða]

Í september árið 2020 var greint frá því að það væri verið að vinna á endurgerð á myndinni í Rúmeníu en að Midnight Sun ætlaði að framleiða myndina. Leikstjóri átti að vera Valeriu Andriuta og í aðalhlutverkum áttu að vera Serban Pavlu, Adrian Titieni og Adrian Paduraru. Frá og með 2023 hefur ekkert verið heyrt frá verkefninu.