Fara í innihald

Let It Be (breiðskífa)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Let It Be
Breiðskífa eftir
Gefin út8. maí 1970 (1970-05-08)
Tekin upp
 • 4, 8. febrúar 1968
 • 24–31. janúar 1969
 • 3, 4, 8. janúar 1970
 • 1. apríl 1970
HljóðverApple, EMI og Olympic Sound, London
Stefna
Lengd35:10
ÚtgefandiApple
StjórnPhil Spector
Tímaröð – Bítlarnir
Abbey Road
(1969)
Let It Be
(1970)
The Beatles' Christmas Album
(1970)
Tímaröð – Bítlarnir (Norður-Ameríka)
Hey Jude
(1970)
Let It Be
(1970)
From Then to You
(1970)
Smáskífur af Let It Be
 1. „Get Back“
  Gefin út: 11. apríl 1969
 2. „Let It Be“
  Gefin út: 6. mars 1970
 3. „The Long and Winding Road“
  Gefin út: 11. maí 1970

Let It Be er tólfta og síðasta breiðskífa Bítlanna og var hún gefin út í maí árið 1970 eftir að hljómsveitin hafði í raun lagt upp laupana.

Þegar vinna við plötuna hófst, í janúar árið 1969, var það upphaflega ætlun Bítlanna að láta eina töku nægja fyrir hvert lag og sleppa öllum yfirtökum. Af þessum sökum var hljómborðsleikarinn Billy Preston fenginn til þess að taka þátt í gerð plötunnar. Æfingar áttu sér stað áður en eiginlegar upptökur hófust, og voru þær kvikmyndaðar. Upptökurnar sjálfar voru einnig kvikmyndaðar, þær tóku 10 daga og innihéldu meðal annars fræga tónleika á þaki Apple byggingarinnar, síðustu tónleika Bítlanna. Efnið sem var kvikmyndað var notað í heimildamynd um gerð plötunnar sem einnig hét Let It Be.

Upptökuferlið var erfitt og einkenndist af talsverðri spennu innan hljómsveitarinnar. Á einum tímapunkti gekk George Harrison út úr hljóðverinu og hugðist hætta í sveitinni en snéri aftur eftir nokkra daga.

Upphaflega átti platan að koma út í júlí 1969 og átti þá að heita Get Back. Þeirri útgáfu var fyrst frestað en svo var hætt við hana. Í janúar 1970 komu Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr saman og tóku upp lagið „I Me Mine“ eftir Harrison. Eftir það var aftur sett saman plata, sem líka átti að heita Get Back, en aftur var hætt við útgáfuna. Í mars 1970 voru upptökurnar svo fengnar Bandaríska upptökustjóraum Phil Spector. Hann bætti yfirtökum við nokkur laganna, m.a. bætti hann sinfóníuútsetningum við lagið „The Long and Winding Road“ eftir Paul McCartney sem McCartney fannst vera eyðilegging á laginu. Einnig bætti hann laginu „Across the Universe“ eftir John Lennon við lagalistann, en það var ekki partur af sjálfum Let It Be upptökunum og hafði áður komið út á góðgerðaplötu, í annarri útgáfu.

Þrjú lög á plötunni voru gefin út á smáskífu. Það voru lögin „Get Back“, „Let It Be“ og „The Long and Winding Road“ en það varð síðasta smáskífulag Bítlanna.

Árið 2003 kom út platan Let It Be... Naked. Markmiðið með þeirri útgáfu var að gefa lögin út í sem upprunalegastri útgáfu, þ.e. án yfirtakanna sem Phil Spector hafði bætt við upptökurnar. Á Let It Be... Naked var lögunum „Dig It“ og „Maggie May“ sleppt, en laginu „Don't Let Me Down“ eftir John Lennon var bætt við lagalistann. „Don't Let Me Down“ hafði verið partur af Let it Be upptökunum en aðeins gefið út sem B-hlið á „Get Back“ smáskífunni.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Öll lög voru samin af Lennon og McCartney nema þar sem annað er tekið fram.

Hlið eitt
Nr.TitillLengd
1.„Two of Us“3:37
2.„Dig a Pony“3:55
3.„Across the Universe“3:48
4.„I Me Mine“ (George Harrison)2:26
5.„Dig It“ (Lennon, McCartney, Harrison, Starkey)0:50
6.„Let It Be“4:03
7.„Maggie Mae“ (Lennon, McCartney, Harrison, Starkey)0:40
Hlið tvö
Nr.TitillLengd
1.„I've Got a Feeling“3:38
2.„One After 909“2:54
3.„The Long and Winding Road“3:38
4.„For You Blue“ (Harrison)2:32
5.„Get Back“3:09

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. McCormick, Neil (8. september 2009). „The Beatles – Let It Be (8th May, 1970), review“. The Daily Telegraph. Afrit af uppruna á 16. maí 2017. Sótt 11. desember 2021.