Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band er áttunda breiðskífa Bítlanna. Platan var gefin út þann 26. maí 1967. Platan var í 27 vikur á toppi breska vinsældarlistans Record Retailer. Engar smáskífur voru gefnar út af plötunni. Platan var lauslega byggð á skáldaðri hljómsveit Stg. Pepper og er litið á hana sem þemaplötu.