George Harrison

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
George Harrison árið 1974.

George Harrison (25. febrúar 194329. nóvember 2001) var gítar- og sítarleikari, söngvari, laga- og textahöfundur, upptökustjóri og plötu- og kvikmyndaframleiðandi. Hann var einn af fjórum meðlimum Bítlanna og síðar einn af fimm meðlimum súperhljómsveitarinnar Traveling Wilburys. Hann aðhylltist Hindúisma á 7. áratug 20. aldar og mátti greina það í ýmsum verka hans síðar.

Harrison var tvígiftur. Fyrri kona hans var fyrirsætan Pattie Boyd og voru þau gift frá 1966 til 1974. Seinni kona hans var Olivia Trinidad Arias. Þau eignuðust einn son: Dhani Harrison. Harrison var náinn vinur Erics Claptons. Hann er sá eini af Bítlunum sem gaf út sjálfsævisögu. Hún kom út 1980 og heitir Ég um mig frá mér til mín (I Me Mine).

Hann lést úr hálskrabbameini þann 29. nóvember árið 2001.

Sólóskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Wonderwall Music (1968)
 • Electronic Sound (1969)
 • All Things Must Pass (1970)
 • Living in the Material World (1973)
 • Dark Horse (1974)
 • Extra Texture (Read All About It) (1975)
 • Thirty Three & 1/3 (1976)
 • George Harrison (1979)
 • Somewhere in England (1981)
 • Gone Troppo (1982)
 • Cloud Nine (1987)
 • Brainwashed (2002)  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.