Fara í innihald

Eik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Quercus)
Eik
Lauf og akörn eikar
Lauf og akörn eikar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Ættkvísl: Quercus
L.

Eik (fræðiheiti: Quercus) er stórvaxið lauftré af beykiætt. Til eru um 600 tegundir eika og er útbreiðsla í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Flestar eikartegundir eru í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kína. Eikur blómstra og mynda karl og kvenblóm. Þær mynda lítil, hörð aldin, svo nefnd akörn, sem er algeng fæða íkorna og villisvína. Trén geta orðið mörg hundruð ára gömul, jafnvel þúsund ára og myndað gríðarstóra trjákrónu. Hæð verður allt að 40 metrum.

Eikur eru algengur smíðaviður og er til dæmis notuð í skip og parket. Í íslensku er eik oft haft einnig um tré almennt, eins og til dæmis í orðasambandinu: sjaldan fellur eplið langt frá eikinni sem þýðir oftast að afkvæmið líkist foreldrinu. Fá eikartré eru á Íslandi, en þá helst af evrópsku tegundinni sumareik. Reynslan hefur sýnt að eikartré þrífast hérna en þau vaxa hægt.

Ættkvíslin Quercus

[breyta | breyta frumkóða]
Eik við Schönderling, Bæjaralandi.

Ættkvíslinni Quercus er skipt í eftirfarandi deildir:

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.