Fara í innihald

Prins Valíant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harold R. Foster John Cullen Murphy Gary Gianni

Prins Valíant á dögum Arthúrs konungs er teiknimyndasería sem var sköpuð af rithöfundinum og teiknaranum Harold R. Foster 1937.

Prins Valíant (enska: Prince Valiant) er útlægur konungssonur frá Thúle, ríki á vesturströnd Noregs, sem flýr með föður sínum, Aguar konungi, til Englands og strengir þess heit að verða einn af riddurum hringborðsins við hirð Arthúrs konungs í Camelot.

Prins Valíant hefur birst samfellt frá 13. febrúar 1937 í dagblöðum í Bandaríkjunum. Harold R. Foster teiknaði um 1788 heilsíður af sögunni en valdi síðan eftirmann sinn. John Cullen Murphy tók við af honum 1971 og teiknaði til 1980 eftir sögum Hal Foster. Frá 1980 til 2004 teiknaði John Cullen Murphy eftir handriti sonar síns, Cullen Murphy og dóttir hans, Mairead, sá um að lita og handskrifa sögurnar. Gary Gianni tók við af honum og Mark Schultz tók til við að semja söguna. Síðan 1. apríl 2012 hefur Thomas Yeates teiknað söguna en Mark Schultz heldur áfram að skrifa söguna.

Fjölskylda Prins Valíants[breyta | breyta frumkóða]

Aguar konungur, faðir Valíants.

Prins Valíant - Aleta, drottning Þokueyjanna, eiginkona hans.

Arn - Maeve, Karen - Vanni, Valeta, Galan, Nathan, börn þeirra 5 og makar.

Ingrid, dóttir Arns og Maeve, eina barnabarnið.

Nokkrar sögupersónur[breyta | breyta frumkóða]

Prins Valíant-bækurnar hafa verið gefnar út í tveimur mismunandi útgáfum á Íslandi, 1961 - 1972 af Ásaþór og 1987 - 1991 af Fjölvaútgáfunni.

Bækur útgefnar af Ásaþór[breyta | breyta frumkóða]

Bækurnar eru endursagðar af Max Trell og voru fyrstu 7 gefnar út af Hastings House í Bandaríkjunum. Bækur 8 til 11 voru fyrst gefnar út í Þýskalandi af Bädischer Verlag. Bók 12 er endurprentun á sunnudagssíðum í svarthvítu.

 1. Prins Valíant á dögum Arthúrs konungs (1961 ódagsett), Prince Valiant in the Days of King Arthur (1951), síður 1-103
 2. Prins Valiant berst gegn Atla Húnakonungi (1962), Prince Valiant Fights Atilla the Hun (1952), síður 103-169
 3. Prins Valiant finnur drottningu Þokueyjanna (1963 ódagsett), Prince Valiant on the Inland Sea (1953), síður 169-251
 4. Prins Valiant í hættulegri sjóferð, (1964 ódagsett), Prince Valiant's Perilous Voyage (1954), síður 251-350
 5. Prins Valiant og ljóshærða prinsessan, (1965 ódagsett), Prince Valiant and the Golden Princess (1955), síður 350-434
 6. Prins Valiant í Nýja heiminum (1966), Prince Valiant in the New World (1956), síður 508-593
 7. Prins Valiant og þrautirnar þrjár (1967), Prince Valiant and the Three Challengers (1957), síður 593-683
 8. Prins Valiant í sendiför fyrir Túle (1968 ódagsett), Prinz Eisenherz reitet für Thule (1960), síður 692-721,730-767
 9. Prins Valiant og Boltar vinur hans (1969), Prinz Eisenherz und sein Freund Boltar (1961), síður 770-810,826-832,818-825
 10. Prins Valiant berzt gegn Söxum (1970), Prinz Eisenherz bändigt Rebellen (1962), síður 837-897
 11. Prins Valiant frelsar Aletu (1971), Prinz Eisenherz befreit Aleta(1963), síður 899-954
 12. Prins Valiant bók 12 (1972), síður 955-982 í svart hvítu

Bækur útgefnar af Fjölva[breyta | breyta frumkóða]

Þetta eru endurprentanir af sunnudagssíðum eins og þær birtust vikulega í dagblöðum í Bandaríkjunum. Sögurnar voru fyrst gefnar út af Fantagraphics í 50 heftum. 14 fyrstu heftin voru gefin út á Íslandi. Þorsteinn Thorarensen þýddi.

 1. Prins Valiant 1, Flóttamenn í Fenjunum. (1987)The Prophecy (1984) Síður 1-46
 2. Prins Valiant 2, Syngjandi sverðið. (1987)The Singing Sword(1984) Síður 47-92
 3. Prins Valiant 3, Riddari Hringborðsins. (1988)Knights Of the Round Table(1985) Síður 93-138
 4. Prins Valiant 4, Húna-Veiðararnir. (1988)The Menace Of The Huns(1985) Síður 139-184
 5. Prins Valiant 5, Angurvaki sæúlfur. (1988)The Sea King(1986) Síður 185-230
 6. Prins Valiant 6, Sigling til Svartálfu. (1989)Journey To Africa(1986) Síður 231-276
 7. Prins Valiant 7, Við múra Rómaborgar. (1989)The Roman Wall(1987) Síður 277-322
 8. Prins Valiant 8, Prinsinn frá Thúle. (1990)Prince Of Thule(1987) Síður 323-368
 9. Prins Valiant 9, Leiðin til Þokueyja, (1990)Journey To The Misty Isles(1988) Síður 369-414
 10. Prins Valiant 10, Sigur Aletu. (1990)Aleta(1988) Síður 415-460
 11. Prins Valiant 11, Klækir í Kamelót. (1991)Intrigues at Camelot(1989) Síður 461-506
 12. Prins Valiant 12, Nýi heimurinn. (1991)The New World(1989) Síður 507-552
 13. Prins Valiant 13, Sólgyðjan bjarta. (1991)The Sun GOddess(1990) Síður 553-596
 14. Prins Valiant 14, Galdrar og goðmögn. (1991)Sword And Sorcery(1990) Síður 597-640

Viku- og dagblöð[breyta | breyta frumkóða]

Vikan birti vikulega síðu frá 14.júní 1973 til 17. júlí1980. Byrjaði á síðu 1874 og endaði á síðu 2244.

Morgunblaðið birti eina síða vikulega frá 22. desember 2007 og byrjaði á síðu 1553 og endaði 14. mars 2009 á síðu 1616 .


Nr. 1562

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

 • Prince Valiant (1954), Aðalleikarar: Robert Wagner, Janet Leigh, James Mason, Debra Paget og Sterling Hayden.
 • Prince Valiant (1997), Aðalleikarar: Stephen Moyer, Katharine Heigl, Thomas Kretschmann og Edward Fox.
DVD 1954
DVD 1997

Teiknimyndaþættir[breyta | breyta frumkóða]

 • The Legend of Prince Valiant (1991) 65 þættir. Gefnir út á DVD í tveimur pökkum (2006) og (2007). Raddir: Robby Benson, Tim Curry, Alan Oppenheimer og James Avery.
DVD volume 1
DVD volume 2

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]