Hal Foster

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harold Rudolf Foster (18. ágúst, 189225. júlí, 1982), þekktur sem Hal Foster var kanadískur myndasöguhöfundur. Hann lærði við Chicago Academy of Fine Arts. Hann hóf fyrstur að teikna myndasöguna Tarzan sem byggist á skáldsögum Edgar Rice Burroughs árið 1929 og teiknaði hana til 1937 þegar Burne Hogarth tók við. Foster hóf þá að vinna við Prins Valíant sem hann teiknaði til 1971 þegar John Cullen Murphy tók við sögunni. Foster hélt þó áfram að gera handrit og sögur sem Murphy teiknaði þar til hann varð of langt leiddur af alzheimer til að vinna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.