Kolvetni (lífræn efnafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Kolvetni“ getur líka átt við Kolvetni (næringarfræði), sem þekkjast einnig sem sykrur.

Kolvetni (stundum kallað vetniskol) er í efnafræðinni flokkur efnasambanda sem innihalda bara kolefni og vetni. Hlutföll kolefnis og vetnis í kolvetnum er ólíkt milli einstakra kolvetna.

Undirflokkar[breyta | breyta frumkóða]

Flóra kolvetna er mjög rík. Ein flokkunarleið er að flokka þá í þrjá flokka eftir því hvort tví- eða þrítengi koma fyrir í þeim eða ekki. Samkvæmt því kerfi nefnast þau kolvetni, þar sem einungis eintengi koma fyrir alkanar, þau þar sem að minnsta kosti eitt tvítengi kemur fyrir nefnast alkenar og þau þar sem þrítengi koma fyrir nefnast alkýnar. IUPAC notar þetta flokkunarkerfi.

Í náttúrunni[breyta | breyta frumkóða]

Kolvetni finnast víða fyrir í náttúrunni. Þau finnast undir yfirborði jarðar sem olía eða jarðgas, þar sem olía eru kolvetni á fljótandi formi og jarðgas kolvetni sem gös. Vegna gríðarlegrar þýðingar sinnar í iðnaði hafa menn lagt mikið í að þróa leiðir til að finna þau og að ná þeim upp úr jörðinni.

Efnahagslegt mikilvægi[breyta | breyta frumkóða]

Fáir flokkar efna skipta efnahag jarðarbúa eins miklu máli eins og kolvetni. Nú á dögum eru kolvetni aðal orkuuppspretta flestra iðnvæddra ríkja og líklegt er að mikilvægi þeirra muni aukast enn í náinni framtíð ef sum þeirra ríkja sem í dag teljast til þróunarríkja iðnvæðast.

Aðrar merkingar[breyta | breyta frumkóða]

Innan næringarfræði er merking kolvetna önnur. Innan hennar eru kolvetni þau sambönd kolefnis sem hafa almennu formúluna Cn(H2O)m sem er sykra. Þegar talað er um kolvetni á matvælaumbúðum er átt við þá skilgreiningu .

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.