Frans 2. keisari
| ||||
Frans 2. & 1.
| ||||
Ríkisár | 5. júlí 1792 – 6. ágúst 1806 (sem keisari Heilaga rómverska ríkisins 11. ágúst 1804 – 2. mars 1835 (sem keisari Austurríkis) | |||
Skírnarnafn | Franz Joseph Karl | |||
Fæddur | 12. febrúar 1768 | |||
Flórens, Toskana, Heilaga rómverska ríkinu | ||||
Dáinn | 2. mars 1835 (67 ára) | |||
Vín, Austurríki | ||||
Gröf | Keisaragrafhýsinu í Vín | |||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Leópold 2. | |||
Móðir | Maria Luisa af Spáni | |||
Keisaraynja | Elísabet af Württemberg (g. 1788; d. 1790) María Teresa af Napólí og Sikiley (g. 1790; d. 1807) María Ludovika Beatrix af Modena (g. 1808; d. 1816) Karólína Ágústa af Bæjaralandi (g. 1816; d. 1835) | |||
Börn | Ludovika Elísabet, María Lovísa, Ferdinand, María Karólína, Karólína Lúdóvíka, María Leópoldína, Klementína, Jósef Frans, María Karólína, Frans Karl, María Anna, Jóhann Nepomuk, Amalía Teresa |
Frans II (12. febrúar 1768 – 2. mars 1835) var síðasti keisari hins Heilaga rómverska ríkis, frá árinu 1792 til 6. ágúst 1806, en þá leysti hann upp keisaraveldið eftir afdrifaríkan ósigur gegn Napóleon Bónaparte í orrustunni við Austerlitz. Árið 1804 hafði hann stofnað austurríska keisaradæmið og varð Frans I, fyrsti keisari Austurríkis frá 1804 til 1835. Hann var því kallaður eini „tvíkeisari“ (Doppelkaiser) heimssögunnar.[1] Frá 1804 til 1806 var hann kallaður keisari bæði Heilaga rómverska ríkisins og Austurríkis. Hann varð jafnframt fyrsti forseti þýska ríkjasambandsins við stofnun þess árið 1815.
Frans var einn hatrammasti andstæðingur franska keisaraveldisins í Napóleonsstyrjöldunum en var sigraður nokkrum sinnum í viðbót eftir orrustuna við Austerlitz. Einn versti persónuósigur hans var að neyðast til að fallast á hjónaband dóttur sinnar, Marie-Louise af Austurríki, og Napóleons þann 10. mars 1810. Eftir að Napóleon sagði af sér eftir sjötta bandalagsstríðið gekk Austurríki í „bandalagið helga“ sem stofnað var á Vínarfundurinn en á þeim fundi var kanslari Frans, Klemens von Metternich, potturinn og pannan. Eftir fundinn endurheimti Frans flest sín gömlu lönd, en Heilaga rómverska ríkið var þó aldrei endurreist. Á fundinum var komið á evrópsku hljómkviðunni og reynt að standa gegn frjálslyndi og þjóðernishyggju. Margir fóru því að líta á Frans sem afturhaldssegg seinna á valdatíð hans.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Posse, Otto, ritstjóri (1909–13). „Bey der Niederlegung der kaiserlichen Reichs-Regierung. Dekret vom 6. August 1806“. Die Siegel der deutschen Kaiser und Könige von 751 bis 1806 (þýska). Band 5, Beilage 3. OCLC 42197429 – gegnum Wikisource.
Fyrirrennari: Leópold 2. |
|
Eftirmaður: Enginn; embætti lagt niður. | |||
Fyrirrennari: Enginn; embætti stofnað. |
|
Eftirmaður: Ferdinand 1. |