Fara í innihald

Transnistría

Hnit: 46°51′00″N 29°38′00″A / 46.85000°N 29.63333°A / 46.85000; 29.63333
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

46°51′00″N 29°38′00″A / 46.85000°N 29.63333°A / 46.85000; 29.63333

Република Молдовеняскэ Нистрянэ
Приднестро́вская Молда́вская Респу́блика
Придністровська Молдавська Республіка
Fáni Transnistríu Skjaldarmerki Transnistríu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Мы славим тебя, Приднестровье
Staðsetning Transnistríu
Höfuðborg Tíraspol
Opinbert tungumál rússneska, moldóvska, úkraínska
Stjórnarfar Forsetaþingræði

Forseti Vadim Krasnoselsky
Forsætisráðherra Aleksandr Martynov
De facto sjálfstætt ríki
 • Sjálfstæðisyfirlýsing 2. september 1990 
 • Transnistríustríðið 2. mars-21. júlí 1992 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

4.163 km²
2,35
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar

469.000
114/km²
VLF (KMJ) áætl. 2007
 • Samtals 0,799 millj. dala
 • Á mann 1500 dalir
Gjaldmiðill transnistrísk rúbla
Tímabelti UTC+2 (+3)
Þjóðarlén .*
Landsnúmer +373

Transnistría er yfirlýst lýðveldi á svæði sem almennt er viðurkennt sem hluti af Moldóvu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría yfir sjálfstæði sem leiddi til styrjaldar við stjórn Moldóvu sem hófst í mars 1992 og lauk með vopnahléi í júlí sama ár. Átökin stöfuðu af andstöðu við þjóðernissinnaða stjórn hinnar nýfrjálsu Moldóvu og aðgerðir hennar gegn slavneskumælandi minnihlutahópum í landinu. Þótt vopnahléið hafi haldið er lagaleg staða svæðisins enn óútkljáð.

Transnistría er á mjórri landræmu milli árinnar Dnjestr og landamæra Úkraínu í austri. Landið nær líka yfir borgina Bender á vesturbakka árinnar. Nafn landsins merkir „handan Dnjestr“. Höfuðstaður Transnistríu er Tíraspol.

Transnistría er oft nefnd ásamt Nagornó-Karabak, Abkasíu og Suður-Ossetíu sem dæmi um frosin átök innan fyrrum Sovétlýðvelda. Ekkert þessara ríkja á aðild að Sameinuðu þjóðunum en þau hafa formlega viðurkennt sjálfstæði hvers annars. Rússneskar herdeildir hafa verið í Transnistríu frá því á Sovéttímanum og því lítur Evrópusambandið svo á að landið sé í raun undir yfirráðum eða í það minnsta undir miklum áhrifum frá Rússlandi.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kort af Transnistríu.
Dnjestr við Bender.

Transnistría er landlukt land með landamæri að Bessarabíu (landsvæðið sem Moldavía byggist á) í vestri, og Úkraínu í austri. Transnistría er mjór dalur sem liggur í norður-suður meðfram ánni Dnjestr sem myndar náttúruleg landamæri að Moldóvu í vestri.

Landsvæðið undir stjórn Transnistríu eru að mestu, en ekki alveg, á austurbakka Dnjestr. Þar eru tíu borgir og bæir, og 69 sveitarfélög, með alls 147 byggðakjarna. Sex sveitarfélög á vinstri bakkanum (Cocieri, Molovata Nouă, Corjova, Pîrîta, Coșnița og Doroțcaia) voru áfram undir stjórn Moldóvu eftir Transnistríustríðið 1992, sem hlutar af Dubăsari-umdæmi. Þau eru norðan og sunnan við borgina Dubăsari, sem er undir stjórn Transnistríu. Þorpið Roghi í Molovata Nouă er líka undir stjórn Transnistríu (Moldóva ræður yfir hinum níu af tíu þorpum í sveitarfélögunum sex).

Á vesturbakkanum, í Bessarabíu, er borgin Bender og fjögur sveitarfélög (með sex þorpum) austan við hana, suðaustan og sunna, á hinum bakka Dnjestr gegnt Tírsapol (Proteagailovca, Gîsca, Chițcani og Cremenciug) undir stjórn Transnistríu.

Byggðirnar sem Moldóva ræður á austurbakkanum, þorpið Roghi og borgin Dubăsari (á austurbakkanum undir stjórn Transnistríu) mynda öryggissvæði, ásamt sex þorpum og einni borg undir stjórn Transnistríu á vesturbakkanum, auk tveggja þorpa (Varnița og Copanca) á sama vesturbakka undir stjórn Moldóvu. Sameiginlegt öryggisráð fer með úrskurðarvald á öryggissvæðunum.

Helsta flutningsleiðin í Transnistríu er vegurinn frá Tíraspol til Rîbnița gegnum Dubăsari. Norðan og sunnan við Dubăsari liggur hann í gegnum lönd þorpa undir stjórn Moldóvu (Doroțcaia, Cocieri, Roghi, en Vasilievca er alveg austan við veginn). Átök hafa nokkrum sinnum brotist út þegar Transnistríustjórn hindraði þorpsbúa í að komast að ræktarlöndum sínum austan við veginn.[1][2][3]

Íbúar Transnistríu geta ferðast (oftast án vandkvæða) til og frá landsvæðum undir stjórn Transnistríu til landsvæða í Moldóvu, Úkraínu og Rússlands, eftir vegum (ef þeir eru ekki lokaðir vegna spennu í samskiptum) eða með tveimur alþjóðlegum járnbrautarleiðum: milli Moskvu og Chișinău árið um kring, og milli Saratov og Varna árstíðabundið. Alþjóðaflug fer um flugvöllinn í Chișinău, höfuðborg Moldóvu, eða flugvöllinn í Odesu í Úkraínu.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]

Transnistría skiptist í fimm umdæmi:

og eitt sveitarfélag:

Að auki er borgin Bender á vesturbakka Dnjestr undir stjórn Transnistríu, þótt ríkisstjórn Moldóvu telji hana ekki til sjálfstjórnarhéraðsins Transnistríu.

Transnistría býr við blandað hagkerfi. Eftir víðtæka einkavæðingu seint á 10. áratug 20. aldar[4] eru flest fyrirtæki í Transnistríu í einkaeigu. Efnahagslífið byggist á blöndu af þungaiðnaði (stálframleiðslu), rafmagnsframleiðslu og framleiðsluiðnaði (textílframleiðslu) sem samanlagt eru 80% af iðnframleiðslu landsins.[5]

Seðlabanki Transnistríu, Lýðveldisbankinn.

Transnistría er með eigin seðlabanka, Lýðveldisbanka Transnistríu, sem gefur út gjaldmiðil landsins, transnistríurúbluna. Rúblan er á fljótandi gengi en gildir aðeins í Transnistríu.

Efnahagur Transnistríu hefur verið talinn byggjast á smygli[6] og vopnaviðskiptum,[7][8][9] og sumir hafa kallað landið mafíuríki.[10] Stjórn Transnistríu hefur hafnað þessum ásökunum og embættismenn í Rússlandi og Úkraínu hafa gert lítið úr þeim.[11]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Trygve Kalland og Claus Neukirch, Moldovan Mission seeks solution to Dorotcaia's bitter harvest, Organization for Security and Co-operation in Europe, 10. ágúst 2005
  2. New checkpoint to appear in Moldova conflict zone after clash Geymt 26 janúar 2007 í Wayback Machine, RIA Novosti, 13. janúar 2007
  3. Locuitorii satului Vasilievca de pe malul stâng al Nistrului trăiesc clipe de coșmar, Deutsche Welle, 17. mars 2005.
  4. Moldova: Regional tensions over Transdniestria (PDF), International Crisis Group, 17. júní 2004, afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5 ágúst 2019, sótt 30. september 2021
  5. Transnistria, Center for Economic Policies of IDIS "Viitorul"
  6. „An illegal business that's smoking“. Business New Europe. 18. apríl 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2014. Sótt 3. september 2013.
  7. „Ющенко: Украина недополучает из-за контрабанды из Приднестровья“. Korrespondent. 23. mars 2006. Sótt 3. september 2013.
  8. „Hotbed of weapons deals“. The Washington Times. 18. janúar 2004. Sótt 3. september 2013.
  9. СВИРИДЕНКО, АЛЕКСАНДР; НЕПРЯХИНА, НАТАЛИЯ (10. mars 2006). „Приднестровье самоизолировалось“. Kommersant-Ukraine. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2014. Sótt 3. september 2013.
  10. Bulavchenko, Aliona (8. febrúar 2002). ДНЕСТРОВСКИЕ ПОРОГИ. Zerkalo Nedeli (rússneska). Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2014. Sótt 2. janúar 2014.
  11. Queremos zonas de libre comercio tanto al Este como hacia el Oeste El Pais. 4. júní 2013.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.