Transnistría
Hnit: 46°51′00″N 29°38′00″A / 46.85000°N 29.63333°A
Република Молдовеняскэ Нистрянэ Приднестро́вская Молда́вская Респу́блика Придністровська Молдавська Республіка | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: Мы славим тебя, Приднестровье (rússneska: „Við syngjum lof Transnistríu“) | |
![]() | |
Höfuðborg | Tíraspol |
Opinbert tungumál | rússneska, moldóvska, úkraínska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Forsætisráðherra |
Jevgení Sjevtsjuk Tetjana Turansjka |
De facto sjálfstætt ríki | |
- Sjálfstæðisyfirlýsing | 2. september 1990 |
- Transnistríustríðið | 2. mars-21. júlí 1992 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 4.163 km² 2,35 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
*. sæti 509.439 124,6/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2007 |
- Samtals | 0,799 millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | 1500 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | transnistrísk rúbla |
Tímabelti | UTC+2 (+3) |
Þjóðarlén | .* |
Landsnúmer | 373 |
Transnistría (líka kallað Trans-Dniester, Transdniestria og Pridnestrovie) er de facto sjálfstætt lýðveldi innan landamæra Moldóvu þar sem það hefur stöðu sjálfstjórnarhéraðs með sérstaka lagalega stöðu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría yfir sjálfstæði sem leiddi til styrjaldar við stjórn Moldóvu sem hófst í mars 1992 og lauk með vopnahléi í júlí sama ár. Átökin stöfuðu af andstöðu við þjóðernissinnaða stjórn hinnar nýfrjálsu Moldóvu og aðgerðir hennar gegn slavneskumælandi minnihlutahópum í landinu. Þótt vopnahléið hafi haldið er lagaleg staða svæðisins enn óútkljáð.
Transnistría er á mjórri landræmu milli árinnar Dnjestr og landamæra Úkraínu í austri. Landið nær líka yfir borgina Bender á vesturbakka árinnar. Nafn landsins merkir „handan Dnjestr“. Höfuðstaður Transnistríu er Tíraspol.
Transnistría er oft nefnd ásamt Nagornó-Karabak, Abkasíu og Suður-Ossetíu sem dæmi um frosin átök innan fyrrum Sovétlýðvelda. Ekkert þessara ríkja á aðild að Sameinuðu þjóðunum en þau hafa formlega viðurkennt sjálfstæði hvers annars. Rússneskar herdeildir hafa verið í Transnistríu frá því á Sovéttímanum og því lítur Evrópusambandið svo á að landið sé í raun undir yfirráðum eða í það minnsta undir miklum áhrifum frá Rússlandi.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Transnistría skiptist í fimm umdæmi:
|
og eitt sveitarfélag: |
Að auki er borgin Bender á vesturbakka Dnjestr undir stjórn Transnistríu, þótt ríkisstjórn Moldóvu telji hana ekki til sjálfstjórnarhéraðsins Transnistríu.