1630
Útlit
(Endurbeint frá MDCXXX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1630 (MDCXXX í rómverskum tölum) var 30. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 21. febrúar - Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi og ollu nokkru tjóni. Hveravirkni í Biskupstungum breyttist. Hrundu margir bæir í Árnessýslu, fórust þar menn nokkrir og fénaður. Gerði og mikið tjón í Rangárvallasýslu. Urðu 6 menn undir húsum fyrir austan Þjórsá.
- 24. febrúar - Skálholtsstaður brann til grunna.
- 25. júní - Gústaf 2. Adolf steig á land með lið sitt í Rügen til að taka þátt í Þrjátíu ára stríðinu.
- 10. júlí - Sænski herinn lagði Stettin undir sig.
- 18. júlí - Karl 1. Gonzaga gafst upp fyrir keisarahernum undir stjórn Jóhanns af Aldringen sem rændi Mantúu í kjölfarið.
- Ágúst - Albrecht von Wallenstein var settur af sem hershöfðingi.
- Ágúst - Svíar gerðu bandalag við borgina Magdeburg.
- 17. september - Borgin Boston í Bandaríkjunum var stofnuð af breskum landnemum.
- 10.-11. nóvember - Dagur flónanna: Misheppnuð tilraun Maríu af Medici til að velta Richelieu kardinála úr sessi.
- 13. nóvember - Svíar sigruðu her keisarans í orrustunni við Falkenberg.
- 25. desember - Svíar sigruðu her keisarans í orrustunni við Marwitz.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Paramaríbó í Súrínam var stofnuð af breskum landnemum.
- Tvö hundruð Portúgalir voru drepnir í uppreisn innfæddra í Monomotapa í Austur-Afríku.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 29. maí - Karl 2. Englandskonungur (d. 1685).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 26. janúar - Henry Briggs, enskur stærðfræðingur (f. 1561).
- 28. febrúar - Herluf Daa, hirðstjóri á Íslandi (f. 1565).
- 15. nóvember - Johannes Kepler, þýskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur (f. 1571).
- 28. desember - Oddur Einarsson biskup í Skálholti (f. 1559).