1645
Útlit
(Endurbeint frá MDCXLV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1645 (MDCXLV í rómverskum tölum) var 45. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu, en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Enska borgarastyrjöldin: Thomas Fairfax var gerður að yfirhershöfðingja þinghersins.
- 3. febrúar - James Graham og her konungssinna vann sigur á skoskum sáttmálamönnum í orrustunni við Inverlochy.
- 15. febrúar - Enska borgarastyrjöldin: Enska þingið stofnaði atvinnuher, New Model Army, með 22.000 mönnum.
- 10. júní - Oliver Cromwell var gerður að riddaraliðsforingja.
- 14. júní - Enska borgarastyrjöldin: Orrustan við Naseby þar sem New Model Army eyddi meginher Karls 1..
- 10. júlí - Enska borgarastyrjöldin: Orrustan við Langport þar sem þingherinn gerði út af við síðustu leifar landhers konungssinna og náðu þar með völdum í vesturhluta Englands.
- 23. júlí - Alexis 1. varð Rússakeisari.
- 13. ágúst - Torstensonófriðnum lauk með friðarsamningum í Brømsebro.
- 13. september - Skoskir sáttmálamenn unnu sigur á her James Graham af Montrose í orrustunni við Philiphaugh.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Hersveitir frá Segou við Nígerfljót réðust á Malíveldið sem leiddi til þess að það leystist upp.
- Með konungsbréfi var lagt fyrir presta í Danmörku að halda kirkjubækur.
- Maunder-lágmarkið þar sem sólblettir urðu stöðugt sjaldgæfari hófst og stóð til 1715.
- Veggfóður fór að taka við af veggteppum í Evrópu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 16. ágúst - Jean de La Bruyère, franskur rithöfundur (d. 1696).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- William Kidd, skoskur sjóræningi (d. 1701).
- Klemus Bjarnason, síðasti Íslendingurinn sem var dæmdur til dauða fyrir galdra (d. 1692).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 10. janúar - William Laud, erkibiskup í Kantaraborg, líflátinn fyrir landráð (f. 1573).
- 13. júní - Miyamoto Musashi, japanskur skylmingamaður (f. um 1584).
- 13. júlí - Mikael Rómanov, Rússakeisari (f. 1596).
- 28. ágúst - Hugo Grotius, hollenskur lögspekingur (f. 1583).
- 8. september - Francisco de Quevedo, spænskur rithöfundur (f. 1580).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Hellu-Bjarni og Bóndinn í Skarðstúni hengdir í Vestur-Barðastrandarsýslu, fyrir þjófnað.
- Ingveldi Kolbeinsdóttur (einnig nefnd Ingunn og Inga), úr Árnessýslu, drekkt fyrir dulsmáls. Hún var 40 ára.
- Ónafngreind kona frá Höfnum suður, Gullbringusýslu, tekin af lífi á Bessastöðum. Stjúpfaðir hennar, sekur í sama máli, flúði.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.