1664
Útlit
(Endurbeint frá MDCLXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1664 (MDCLXIV í rómverskum tölum) var 64. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 12. mars - New Jersey varð nýlenda Englands.
- 24. september - Englendingar náðu Nýju Amsterdam á sitt vald og nefndu hana Nýju Jórvík.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Í desember - Halastjarna sást greinilega á kvöldhimninum á Íslandi.
- Galdramál: Tveimur skólapiltum var vísað úr Skálholtsskóla fyrir meðferð galdrastafa.
- Gautreks saga kom í fyrsta sinn út á prenti í Svíþjóð í útgáfu Vereliusar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Lars Roberg, sænskur læknir (d. 1742).
- 30. maí - Giulio Alberoni, ítalskur kardináli og stjórnmálamaður (d. 1754).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 20. febrúar - Corfitz Ulfeldt, danskur ríkishirðstjóri (f. 1606).
- 16. mars - Ívan Vígovskíj, kósakkaleiðtogi.
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Þórður Leifuson/Þórðarson hengdur í Garðahrauni, sunnan Bessastaða í Gullbringusýslu, fyrir meintan þjófnað. Einar Oddsson í Vogum sá um málatilbúnaðinn, sem varð umdeildur á Alþingi árið eftir, þegar Guðrún Þórðardóttir, systir Þórðar, áfrýjaði dauðadómnum.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.