1663
Útlit
(Endurbeint frá MDCLXIII)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1663 (MDCLXIII í rómverskum tölum) var 63. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 5. mars - Reigen tók við keisaratign í Japan af Go-Sai.
- 24. mars - Karl 2. Englandskonungur gerði Karólínu að nýlendu.
- 8. apríl - Theatre Royal, Drury Lane opnaði með nýrri uppfærslu á Gamansama liðsforingjanum eftir John Fletcher.
- 27. júlí - Enska þingið samþykkti önnur sjóferðalögin sem bönnuðu öðrum en enskum skipum úr enskum höfnum siglingar með vistir til nýlendnanna í Nýja Englandi.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Leonóra Kristína var handsömuð og fangelsuð í Bláturni að undirlagi bróður síns Friðriks 3.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 7. mars - Tomaso Antonio Vitali, ítalskt tónskáld (d. 1745).
- 21. júní - Björn Þorleifsson, Hólabiskup (d. 1710).
- 13. nóvember - Árni Magnússon handritasafnari og prófessor (d. 1730).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 23. mars - Ragnheiður Brynjólfsdóttir (f. 1641). Talið er að sálmur Hallgríms Péturssonar, „Um dauðans óvissan tíma“, hafi fyrst verið sunginn yfir moldum hennar.
- 18. september - Heilagur Jósef frá Copertino (f. 1603).
- 5. desember - Severo Bonini, ítalskt tónskáld (f. 1582).
- 17. desember - Nzinga Mbandi, drottning Ndongo-Matamba (f. um 1583).
- 28. desember - Francesco Maria Grimaldi, ítalskur stærðfræðingur (f. 1618).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- 24. ágúst - Ólöf Magnúsdóttir var dæmd til dauða fyrir dulsmál, þann 22. ágúst á Hofi á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu, og drekkt í Hofsá tveimur dögum síðar.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.