1604
Útlit
(Endurbeint frá MDCIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1604 (MDCIV í rómverskum tölum) var hlaupár sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu, eða sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Hampton Court-fundurinn milli fulltrúa púritana og ensku biskupakirkjunnar átti sér stað.
- 22. mars - Karl hertogi var hylltur sem konungur Svíþjóðar á stéttaþingi í Norrköping í kjölfar þess að Jóhann hertogi af Austur-Gautlandi afsalaði sér kröfu til krúnunnar.
- 19. maí - Í Kanada var borgin Montreal stofnuð, þá Ville-Marie eða Borg Maríu en nafninu var síðar breytt.
- 15. september - Svíar biðu ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Weissenstein.
- 20. september - Spánverjar, undir stjórn Ambrosio Spinola, lögðu Oostende undir sig eftir þriggja ára umsátur.
- 24. október - Za Dengel var drepinn í orrustu og Jakob 1. varð aftur keisari Eþíópíu.
- 1. nóvember - Leikrit William Shakespeare, Óþelló, var sýnt í fyrsta skipti í Whitehall-höll í Englandi.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Hollenski byggingameistarinn Cornelis Cornelisson var sendur til Hollands til að finna fólk til að byggja Gautaborg. Fyrstu íbúarnir komu til staðarins 21. ágúst.
- Til handalögmála kom milli bænda og verslunarþjóna á Eyrarbakka.
- Þórður Guðmundsson lögmaður kærði kaupmenn einokunarverslunarinnar fyrir konungi.
- Guru Ardjan samdi helga bók síka, Guru Granth Sahib.
- Frakkar hófu að setjast að í fyrstu varanlegu nýlendu sinni í Nýja heiminum, l'Acadie.
- Frakkar hófu að setjast að í Frönsku Gvæjana.
- Englendingar og Spánverjar gerðu með sér Lundúnasáttmálann sem batt enda á þátttöku Englendinga í Áttatíu ára stríðinu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Loreto Vittori, ítalskur söngvari (d. 1670).
- 17. júní - Jóhann Mórits, fursti af Nassá (d. 1679).
- 16. ágúst - Bernharður af Sachsen-Weimar, hertogi og herforingi (d. 1639).
- 3. nóvember - Ósmann 2. Tyrkjasoldán (d. 1622).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 11. júní - Isabella Andreini, ítölsk leikkona (f. 1562).
- 24. október - Za Dengel, Eþíópíukeisari.