Fara í innihald

Kvennafrídagurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mótmælendur samankomnir á Ingólfstorgi 24. október 2005.

Kvennafrídagurinn er baráttudagur sem var fyrst haldinn árið 1975 í tilefni af því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið málefnum kvenna og 24 október er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna. Um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu í vinnum. Talið er yfir 25.000 konur hafi komið saman og íslensk kvenréttindasamtök vöktu athygli innanlands og í erlendum fjölmiðlum. Dagurinn var haldinn aftur áratug síðar, 1985, svo og 2005, 2010, 2016, 2018 og 2023 eða alls sjö sinnum.

Íslensk kvenréttindasamtök tóku höndum saman og mynduðu tillögunefndir og bráðabirgðastarfshópa ásamt fulltrúa Rauðsokkahreyfingunni sem sýndi mikinn áhuga frá upphafi til að skipuleggja aðgerðir ársins. Föstudagurinn 24. október árið 1975 var valinn og yrði haldinn hátíðlegur með ræðum og söng á Lækjartorgi í Reykjavík og víðar á Íslandi, einnig ráðstefnur þar sem stöður og kjör kvenna voru rædd og tillögur voru samþykktar.

Úr ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur verkakonu í tilefni dagsinns:

,,Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið í heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmálin án vopna! [1]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kveikja að kvennafríi Geymt 25 apríl 2017 í Wayback Machine, Grein eftir Björgu Einarsdóttur sem birtist í tímaritinu Húsfreyjan, 1.tbl. 37. árg. 1986, s. 9-18