Þorláksmessuslagurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorláksmessuslagurinn er heiti á átökum sem urðu milli lögreglu og mótmælenda á Lækjartorgi á Þorláksmessu 23. desember 1968. Þennan dag höfðu Æskulýðsfylkingin og Félag róttækra stúdenta skipulagt mótmæli gegn Víetnamstríðinu og hugðust meðal annars ganga upp Bankastræti og Skólavörðustíg. Þegar þau tilkynntu lögreglu um þessa fyrirætlun lagðist hún gegn henni á þeirri forsendu að þannig myndi gangan lenda í miðri jólaösinni á þessum götum en mótmælendur vildu ekki breyta fyrirhugaðri gönguleið. Þegar til kom myndaði lögreglan þá þrefalda röð þvert yfir Austurstræti á Lækjartorgi og þegar gangan kom þar að brutust út átök sem lyktaði með því að tólf mótmælendur voru handteknir.

  Þessi sögugrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.