Fara í innihald

Mánuður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mánuður er tímabil sem hefur enga fasta lengd. Orðið mánuður á rætur að rekja til orðsins „máni,“ vegna þess að tíminn sem líður milli fullra tungla er um 29,53 dagar (sem kallast tunglmánuður).[1] Af þeim sökum voru mánuðirnir allir upprunalega 30 sólarhringar. Yfir söguna hafa lengdir mánaða verið breytilegar og geta núna haft 28 til 31 sólarhringa eftir því hvaða mánuð er um að ræða.

Nú eru 12 mánuðir í árinu og hafa þeir allir sín eigin nöfn, sá fyrsti heitir janúar og sá síðasti desember. Á Íslandi var hins vegar annað skipulag á mánuðum áður en núverandi skipulag var tekið upp.

Núverandi mánaðarskipulag:

[breyta | breyta frumkóða]

Í gregoríska tímatalinu eru, líkt því júlíanska, tólf mánuðir:

Eldra mánaðarskipulag

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi var til forna notað eftirfarandi mánaðarskipulag miðað við núverandi tímatal:

  • Þorri – Hefst á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19. til 25. janúar.
  • Góa – Hefst á sunnudegi í 18. viku vetrar á bilinu 18. til 24. febrúar.
  • Einmánuður – Hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar á bilinu 20. til 26. mars.
  • Harpa – Hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl.
  • Skerpla – Hefst á laugardegi í 5. viku sumars á bilinu 19. til 25. maí.
  • Sólmánuður – Hefst á mánudegi í 9. viku sumars á bilinu 18. til 24. júní.
  • Heyannir – Hefst á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri á bilinu 23. til 30. júlí.
  • Tvímánuður – Hefst á þriðjudegi í 18. viku sumars eða hinni 19., ef sumarauki er, á bilinu 22. til 28. ágúst.
  • Haustmánuður – Hefst á fimmtudegi í 23. viku sumars á bilinu 20. til 26. september.
  • Gormánuður – Hefst á laugardegi á bilinu 21. til 27. Október.
  • Ýlir – Hefst á mánudegi í 5. viku vetrar á bilinu 20. til 27. nóvember.
  • Mörsugur – Hefst á miðvikudegi í 9. viku vetrar á bilinu 20. til 27. desember.
  • „Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?“. Vísindavefurinn.
  1. Vilhelm Sigmundsson (2010). Nútíma stjörnufræði. bls. 14. ISBN 978-9979-70-316-7.