Sólmánuður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sólmánuður, einnig nefndur selmánuður í Snorra-Eddu, er níundi mánuður ársins og þriðji sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Hann hefst alltaf á mánudegi í 9. viku sumars (18.24. júní).

Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal (f. 1724 d. 1794) skrifaði í riti sínu Atli sem kom fyrst út í Hrappsey 1780, um sólmánuð, að hann væri sá tími er sól gengur um krabbamerki. Hann byrjar á sólstöðum og fyrst í honum fara menn á grasafjall. Um það leyti safna menn þeim jurtum sem til lækninga eru ætlaðar og lömb gelda menn nálægt Jónsmessu er færa frá viku seinna. Engi, sem maður vill tvíslá, sé nú slegið í 10. viku sumars. Vilji maður uppræta skóg skal það nú gjörast; þá vex hann ei aftur. Nú er hvannskurður bestur síðast í þessum mánuði.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Árni Björnsson (2000). Saga daganna.
  • Björn Halldórsson (1780). Atli.