Ýlir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ýlir er annar mánuður vetrar samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Hann hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember.

Eina heimildin um nafnið ýlir til forna er í Bókarbót frá 12. öld sem varðveitt er í handriti frá um 1220 (Árni Björnsson 1993:17), en í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu heitir hann frermánuður. Þar stendur:

„Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuður heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstur í vetri heitir gormánuður, þá er frermánuður, ...“ (1949:229).

Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið skylt orðinu jól en uppruni þess orðs er umdeildur. (Árni Björnsson 1993:321) telur mánaðarheitið ýlir helstu röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember .

Þennan mánuð kallar séra Oddur skammdegismánuð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]