Haustmánuður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Haustmánuður, einnig verið nefndur garðlagsmánuður, er tólfti mánuður ársins og sjötti og þar með síðasti sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Haustmánuður hefst alltaf á fimmtudegi í 23. viku sumars, á bilinu 21. til 27. september en getur lent í 24. viku ef sumarauki er. Undantekningin frá þessu er á rímspillisárum, þá 28. september[1][2].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ónákvæmni og villur á Vísindavefnum“. Almanak Háskóla Íslands. Sótt 22. september 2015.
  2. „Almanaksskýringar“. Almanak Háskóla Íslands. Sótt 22. september 2015.
Mánuðirnir samkvæmt norræna tímatalinu
Gormánuður | Ýlir | Mörsugur | Þorri | Góa | Einmánuður | Harpa | Skerpla | Sólmánuður | Heyannir | Tvímánuður | Haustmánuður
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.