Samstaða (stjórnmálaflokkur)
Útlit
Samstaða er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður 15. janúar 2012. Samstaða hugðist bjóða fram í Alþingiskosningum 2013 og fékk úthlutað listabókstafnum C[1]. Að Samstöðu stóðu meðal annars Lilja Mósesdóttir sem settist á þing eftir Alþingiskosningar 2009 fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Birgir Örn Guðjónsson, 36 ára lögreglumaður frá Hafnarfirði, var kosinn formaður Samstöðu á landsfundi flokksins 6. október 2012.[2][3]
22. desember 2012 tilkynnti Lilja Mósesdóttir að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í alþingiskosningunum vorið 2013 og því mun hún ekki leiða lista Samstöðu.[4] 9. febrúar 2013 var ákveðið á landsfundi Samstöðu að bjóða ekki fram í komandi þingkosningum. Á sama fundi var Lilja aftur kjörin formaður.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ný stjórnmálaöfl komin með listabókstafi“. visir.is. 3. ágúst 2012. Sótt 12. janúar 2013.
- ↑ „Ný forysta stjórnar Samstöðu” Geymt 21 desember 2014 í Wayback Machine Skoðað 6. október 2012
- ↑ „Birgir Örn nýr formaður Samstöðu” Skoðað 6. október 2012
- ↑ „Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður” Skoðað 13. janúar 2013
- ↑ „Samstaðan er ekki brostin“. mbl.is [á vefnum]. 9. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Samstöðu Geymt 11 september 2012 í Wayback Machine