Kókoseyjar
Territory of the Cocos (Keeling) Islands | |
Fáni | |
Kjörorð: Maju Pulu Kita | |
Höfuðborg | Vesturey |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Karl 3. |
Landstjóri | David Hurley |
Ástralskt umdæmi | |
• Innlimað í Breska heimsveldið |
1857 |
• Undir ástralskri stjórn | 1955 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
14 km² 0 |
Mannfjöldi • Samtals (2016) • Þéttleiki byggðar |
544 43/km² |
Gjaldmiðill | ástralskur dalur |
Tímabelti | UTC+6:30 |
Þjóðarlén | .cc |
Landsnúmer | +61 891 |
Kókoseyjar (eða Keeling-eyjar) eru eyjaklasi í Indlandshafi, suðvestan við Jólaeyju og miðja vegu milli Ástralíu og Srí Lanka. Eyjarnar eru undir yfirráðum Ástralíu. Í eyjaklasanum eru tvær baugeyjar með samtals 27 kóraleyjum. Tvær þeirra, Vesturey og Heimaey, eru byggðar. Um 600 manns búa á eyjunum.
Eyjarnar voru upphaflega nefndar eftir skipstjóranum William Keeling sem uppgötvaði þær árið 1609. Þær voru óbyggðar fram á 19. öld þegar enskur ævintýramaður, Alexander Hare, settist þar að með fjörutíu konum. Skoskur skipstjóri, John Clunies-Ross, settist þar að skömmu síðar og hrakti Hare frá eyjunum. Bretar lögðu eyjarnar formlega undir sig árið 1857 en Viktoría Bretadrottning gaf afkomendum Clunies-Ross eyjarnar til eilífrar eignar árið 1886. Árið 1901 var sett upp símskeytastöð með neðansjávartengingum við aðrar eyjar á Indlandshafi. Stöðin reyndist mikilvæg í fyrri og síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið var eyjunum fyrst stjórnað frá Singapúr en Ástralía tók við stjórn þeirra árið 1955. Ástralska stjórnin neyddi Clunies-Ross-fjölskylduna til að selja eyjarnar árið 1978.
Afkomendur upprunalegu landnemanna eru kallaðir Kókosmalajar. Þeir eru um 5000 talsins og búa flestir í Malasíu en um 400 búa enn á eyjunum. Þeir tala Basa Pulu Kokos sem er afbrigði af malasísku með enskum og skoskum tökuorðum og aðhyllast súnní íslamstrú.
Heiti
[breyta | breyta frumkóða]Eyjarnar hafa verið kallaðar Kókoseyjar frá 1622, Keeling-eyjar frá 1703, Kókos-Keeling-eyjar af James Horsburgh 1805, og Keeling-Kókoseyjar á 19. öld.[1] „Kókos-“ vísar til kókospálma sem vaxa á eyjunum, en „Keeling-“ er vísun í William Keeling sem uppgötvaði eyjarnar árið 1609.[1]
John Clunies-Ross,[2] sem sigldi þangað á kaupskipinu Borneo árið 1825, kallaði eyjarnar Borneókóraleyjar, en notaði „Keeling“-nafnið aðeins um eina eyjuna, North Keeling, og „Kókoseyjar“ aðeins um South Keeling.[3][4] Rithátturinn „Kókos(Keeling)-eyjar“ kom fyrst fyrir árið 1916,[5] og varð opinber með Kókos(Keeling)-eyjalögunum 1955.[1]
Malasíska heitið er Pulu Kokos (Keeling). Á skiltum á eyjunum eru líka malasískar þýðingar.[6][7]
Efnahagslíf
[breyta | breyta frumkóða]Íbúar á eyjunum eru um 600 talsins. Ferðaþjónusta er enn lítil en fer vaxandi og byggist á strandferðamennsku og afþreyingu. Árið 2016 nefndi rithöfundurinn Brad Farmer, höfundur bókarinnar 101 Best Beaches 2017, eina strönd á Direction Island „bestu strönd Ástralíu“.[8][9]
Matvælaframleiðsla felst aðallega í lítilsháttar garðrækt og fiskveiðum, en mest af matvælum og öðrum nauðsynjum er flutt inn frá Ástralíu og fleiri stöðum.
Fyrirtækið Cocos Islands Cooperative Society Ltd. ræður verkafólk í byggingarvinnu, uppskipun og siglingu léttabáta. Aðrir vinna við ferðaþjónustu. Atvinnuleysi var 6,7% árið 2011.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Woodroffe, C.D.; Berry, P.F. (Febrúar 1994). Scientific Studies in the Cocos (Keeling) Islands: An Introduction. Atoll Research Bulletin. 399. bindi. Washington DC: National Museum of Natural History. bls. 1–2. Afrit af uppruna á 10. apríl 2016. Sótt 26. ágúst 2015.
- ↑ „Dynasties: Clunies-Ross“. www.abc.net.au. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. ágúst 2014. Sótt 6. janúar 2016.
- ↑ Horsburgh, James (1841). „Islands to the Southward and South-eastward of Java; The Keeling or Cocos Islands“. The India directory, or, Directions for sailing to and from the East Indies, China, Australia, and the interjacent ports of Africa and South America: comp. chiefly from original journals of the honourable company's ships, and from observations and remarks, resulting from the experience of twenty-one years in the navigation of those seas. 1. bindi (5th. útgáfa). London: W.H. Allen and Co. bls. 141–2.
- ↑ Ross, J. C. (Maí 1835). „The Cocos' Isles“. The Metropolitan. Peck and Newton. bls. 220.
- ↑ Weber, Max Carl Wilhelm; Weber, Lieven Ferdinand de Beaufort, Max Wilhelm Carl (1916). The Fishes of the Indo-australian Archipelago. Brill Archive. bls. 286. Afrit af uppruna á 31. desember 2015. Sótt 26. ágúst 2015.
- ↑ https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/originals/1a/22/b3/1a22b3506897ed6571e01f37ab80722c.jpg
- ↑ „Archived copy“. Afrit af uppruna á 11. janúar 2018. Sótt 11. janúar 2018.
- ↑ Jackson, Belinda (4. desember 2016). „Cossies Beach, Cocos (Keeling) Islands: Beach expert Brad Farmer names Australia's best beach 2017“. traveller.com.au. Fairfax Media. Afrit af uppruna á 3. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ Bonnor, James (22. ágúst 2016). „Australia appoints Brad Farmer to beach ambassador role“. www.surfersvillage.com. XTreme Video. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Cocos (Keeling) Islands : Region Data Summary“. Afrit af uppruna á 15. október 2015. Sótt 18. september 2015.