Heard- og McDonaldseyjar

Heard- og McDonaldseyjar eru óbyggðar eyjar í Suðurhafi, í suðaustlægri stefnu frá Madagaskar að Suðurskautslandinu. Þær eru um 1700 kílómetra norðan við Suðurskautslandið og 4100 kílómetra suðvestur af Perth í Vestur-Ástralíu. Eyjarnar hafa tilheyrt Ástralíu síðan 1947. Á Heardeyju eru tvö virk eldfjöll, Big Ben og Anzactindur. Þetta eru einu virku eldfjöllin á áströlsku landsvæði. Big Ben er hæsta fjall Ástralíu, 2745 metra hátt og er hæsti tindur þess Mawsontindur. Hins vegar eru engin fjöll á McDonaldseyjum. Eyjarnar hafa verið á heimsminjaskrá síðan 1997.
Árið 2025 komust eyjurnar í heimsfréttir þar sem Donald Trump setti 10% innflutningsskatt á vörur frá Heard- og McDonaldseyjum. Þetta þótti markvert þar sem enginn býr á eyjunum.[1]
Staðsetning: Heardeyja: 53°06′ S 73°30′ E og McDonaldseyjar: 53°03′ S 72°36′ E.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Lyons, Kate; Evershed, Nick (3 apríl 2025). „'Nowhere on Earth is safe': Trump imposes tariffs on uninhabited islands near Antarctica“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 6 apríl 2025.