Fara í innihald

Seljavallalaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seljavallalaug að framan.

Seljavallalaug[1] er 25 metra friðuð útisundlaug á Íslandi fremst í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit.[2] Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923[2] og svo steypt ári seinna.

Seljavallalaug er skammt frá bænum Seljavöllum. Hvatamaður að hleðslu hennar var Björn Andrésson í Berjaneskoti sem fékk Ungmennafélagið Eyfelling til liðs við sig við verkið. Hafin var sundkennsla í lauginni, sem hluti af skyldunámi, árið 1927, sama ár og slíkt nám hófst í Vestmannaeyjum. Laugin er um 25 metrar á lengd og 10 á breidd og var stærsta sundlaug á Íslandi þar til árið 1936.[2]

Árið 1990 var byggð ný laug um 2 km utar í dalnum, en enn má fólk fara í gömlu laugina sér að kostnaðarlausu en á eigin ábyrgð. Laugin er hreinsuð einu sinni á sumri. Fram að því er hún einatt þakin þykku slýi sem kallar á aðgát.

Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 fylltist Seljavallalaug af ösku. Snemmsumars 2011 kom saman hópur sjálfboðaliða til að hreinsa laugina með skóflum og gröfum.[3]

Ljósmyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Seljavallalaug er stundum ranglega nefnd Seljalandslaug en þá er ruglað saman við Seljalandsfoss sem er skammt undan en tilheyrir bænum Seljalandi sem er ekki sama land og Seljavellir.
  2. 2,0 2,1 2,2 Gangverk Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine- fréttabréf Verkís hf á bls. 13 „Þrjár hliðar og fjallshlíð“
  3. Mokuðu ösku úr Seljavallalaug
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.