Hjallakirkja

Hnit: 64°06.614′N 21°51.938′V / 64.110233°N 21.865633°V / 64.110233; -21.865633
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjallakirkja
Almennt
Núverandi prestur:  Sr. Sigfús Kristjánsson
Byggingarár:  1991
Vígð:  1993
Arkitektúr
Arkitekt:  Hróbjartur Hróbjartsson
Efni:  Steypa

Hjallakirkja er ein af fjórum kirkjum Kópavogs. Hún er staðsett að Álfaheiði 17. Hjallasókn var stofnuð 25. maí árið 1987.

Í ársbyrjun 1988 skipaði sóknarnefnd Hjallasóknar fimm manna byggingarnefnd sem annaðist undirbúning og umsjón framkvæmda við Hjallakirkju. Hróbjartur Hróbjartson arkitekt var ráðinn til að teikna kirkjuna og ýmsir aðrir komu að hönnun hennar. Í maí 1991 var samþykkt að hefja byggingu kirkjunnar og á hvítasunnudag, þann 19.maí 1991 helgaði herra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup Íslands lóðina og dr. Theol. Sigurbjörn Einarsson, biskup, tók fyrstu skóflustunguna. Kirkjan var vígð á Páskadag, 11.apríl 1993. Biskup Íslands Biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason vígði hana og sóknarprestur, sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónaði fyrir altari.

Í ársbyrjun 1998 var tekin ákvörðun um að fá orgel í kirkjuna og fljótlega eftir það var ákveðið að reyna að fá Björgvin Tómasson, orgelsmið, til að smíða orgelið. Í mars 2000 var undirritaður samningur um smíði orgelsins og hófst hún af fullum krafti. Orgelið var síðan vígt 25.febrúar 2001 og var það dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sem vígði orgelið og prédikaði við vígsluguðþjónustuna. Einróma álit er um það að smíðin hafi tekist einstaklega vel og hefur það verið notað mjög mikið við bæði guðsþjónustur og á tónleikum.

Séra Kristján Einar Þorvarðarson var fyrsti sóknarprestur Hjallasóknar og starfaði hann frá 1987-1999. Sr. Bryndís Malla Elídóttir var prestur frá 1995-1996. Sr. Íris Kristjánsdóttir starfaði sem prestur frá 1996-1999 og hefur verið sóknarprestur frá árinu 2000. Sr. Magnús Guðjónsson var settur sóknarprestur frá 1999-2000. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson var prestur á árunum 2000-2002 og Sr. Sigfús Kristjánsson hefur starfað sem brestur frá árinu 2002.

Sóknarmörk eru Reykjanesbraut að norðvestan frá mörkum Kópavogs og Garðabæjar, norðaustur Reykjanesbraut að mörkum Kópavogs og Reykjavíkur norð norðvestan Seljahverfis, þaðan eftir mörkum Kópavogs og Reykjavíkur til norðausturs og mörkum Kópavogs og Garðabæjar til suðausturs og suðvesturs.

Þann 1. desember 2010 tilheyrðu um 6200 manns Hjallasöfnuði, af þeim eru um það bil 4700 innan Þjóðkirkjunnar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

64°06.614′N 21°51.938′V / 64.110233°N 21.865633°V / 64.110233; -21.865633