Fara í innihald

Hlíðarendakirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjan.

Hlíðarendakirkja er kirkja í Fljótshlíð kennd við bæinn Hlíðarenda. Núverandi kirkja var byggð árið 1897. En kirkja hafði verið á Hlíðarenda til 1802 þegar kirkjan var flutt á Teig í nágrenninu.

Kirkjan er helguð Þorláki helga sem fæddist á Hlíðarenda. Altaristafla kirkjunnar er eftirmynd altaristöflu úr kirkju í Danmörku.