Núpsstaður
Útlit

Núpsstaður er bær í Skaftárhreppi vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa gömul bæjarhús úr torfi sem talin eru dæmigerð fyrir burstabæi á Íslandi. Þar er bænhús sem er torfkirkja og byggt á kirkju sem var byggð um 1650. Kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst. Það var fyrsta friðlýsta húsið á Íslandi. Árið 1961 var það endurvígt. Náttúrufegurð er mikil á Núpsstað og er staðurinn vinsæll viðkomustaður ferðafólks.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Núpsstaður.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Núpsstaður.