„U Thant“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Eantonsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34: Lína 34:


Thant lést úr lungnakrabbameini árið 1974. Hann var trúrækinn [[Búddismi|búddisti]] og sem þekktasti Mjanmari á alþjóðasviðinu var hann mjög virtur og dáður í heimalandi sínu. Þegar herstjórn landsins neitaði að heiðra hann eftir dauða hans brutust út uppþot í Rangoon en ríkisstjórnin kvað þau í kútinn með nokkrum dauðsföllum.
Thant lést úr lungnakrabbameini árið 1974. Hann var trúrækinn [[Búddismi|búddisti]] og sem þekktasti Mjanmari á alþjóðasviðinu var hann mjög virtur og dáður í heimalandi sínu. Þegar herstjórn landsins neitaði að heiðra hann eftir dauða hans brutust út uppþot í Rangoon en ríkisstjórnin kvað þau í kútinn með nokkrum dauðsföllum.

==Æsku- og uppvaxtarár==
Thant var elstur fjögurra bræðra, fæddur í Pantaw í Búrma sem þá var undir nýlendustjórn. Hann var af ætt þokkalega stæðra landeigenda og hrísgrjónakaupmanna. Po Hnit, faðir hans, var menntaður í [[Kalkútta]] og sagður eini íbúi heimaþorps síns sem talað gat ensku. Hann var meðal stofnenda dagblaðsins Thuriya (Sólin) í Rangoon. Þótt fjölskyldan væri sanntrúaðir búddistar af þjóð Bamara, var meðal forfeðra hennar að finna fólk frá Indlandi og Kína, af ýmsum trúarbrögðum. Allir bræðurnir fjórir leituðu sér menntunar og urðu stjórnmálamenn eða háskólakennarar.

Po Hnit bjó yfir miklu bókasafni, þar sem finna mátti fjölda verka eftir breska og bandaríska höfunda. Thant varð snemma mikill bókaormur og var uppnefndur ''heimspekingurinn'' af skólafélögum sínum. Auk bóklesturs varði hann miklum tíma í íþróttir og tónlist. Aðeins ellefu ára gamall tók hann þátt í stúdentaverkföllum sem beindust að óvinsælli háskólalöggjöf árið 1920. Fjórtán ára gamall missti hann föður sinn og deilur vegna erfðamála leiddu móður hans og fjölskylduna í mikil fjárhagsleg vandræði.

Vegna fráfalls föðursins treysti Thant sér ekki til að ljúka fjögurra ára námi og ákvað í staðinn að stefna á tveggja ára kennaranám frá Háskólanum í Rangoon árið 1926. Sem elsti sonur bar honum að tryggja afkomu fjölskyldunnar. Í háskólanum var Thant samtíða Nu, síðar forsætisráðherra Búrma, í sagnfræðinámi og varð þeim vel til vina. Hlotnuðust Thant ýmsar ábyrgðarstöður í stúdentasamfélaginu auk þess sem hann var iðinn við að skrifa í hugvísindatímarit. Að kennaranáminu loknu hafnaði Thant öllum boðum um áframhaldandi háskólanám og hélt aftur til heimahéraðs síns þar sem hann hóf kennslustörf árið 1928.

Árið 1931 varð Thant hæstur í landinu í könnun á færni kennara og var gerður að skólastjóra, 25 ára að aldri. Á þessum árum skrifaði hann reglulega í blöð og tímarit undir höfundarnafninu ''Thilawa'' og samdi fjölda bóka, þar á meðal rit um [[Þjóðabandalagið]]. Meðal þeirra sem höfðu hvað mest áhrif á hinn unga höfund var Indverjinn [[Mahatma Gandhi]]. Í hinu viðkvæma pólitíska ástandi í Búrma á þessum árum sigldi Thant milli skers og báru með ákafa sjálfstæðissinna á aðra hönd en breska sambandssinna á hina.

==Embættismaðurinn==

Á árum [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] var Búrma hernumið af [[Japan|Japönum]] frá 1942-45. Hernámsstjórnin fékk Thant til Rangoon til að stýra nefnd um endurskipulagningu skólakerfisins. Þegar til kastanna kom reyndist Thant ekki hafa nein raunveruleg áhrif og hélt hann því aftur til síns heima. Þegar Japanir freistuðu þess að taka upp kennslu á [[japanska|japönsku]] í framhaldsskólum neitaði Thant að hlýða og starfaði með vaxandi andspyrnuhreyfingu.

Þegar Búrma öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi árið 1948 varð Nu fyrsti forsætisráðherra hins nýja ríki og skipaði Thant sem yfirmann ríkisútvarpsins. Þegar þar var komið sögu hafði borgarastyrjöld brotist út í landið. Karen-þjóðin greip til vopna og stefndi Thant lífi sínu í hættu við að halda í herbúðir uppreisnarliðsins til að freista þess að koma á friði. Samningaviðræðurnar fóru út um þúfur og árið eftir var heimabær Thant og heimili hans brennt til grunna af uppreisnarmönnum. Árið 1950 fékk hann valdamikið embætti í upplýsingaráðuneytinu og frá 1951-57 var hann aðstoðarmaður forsætisráðherrans og sá meðal annars um að skipuleggja utanlandsferðir U Nu, semja ræður hans og taka á móti gestum. Allan þann tíma var hann nánasti ráðgjafi og samstarfsmaður forsætisráðherrans.

Hann lét mikið til sín taka á alþjóðavettvangi og árið 1955 stýrði hann Bandung-ráðstefnunni á [[Indónesía|Indónesíu]] sem varð upphafið að alþjóðlegri hreyfingu hlutlausra ríkja. Frá 1957-61 stýrði hann fastanefnd Búrma hjá Sameinuðu þjóðunum og tók virkan þátt í samningaviðræðum í tengslum við frelsisbaráttu [[Alsír]]. Árið 1961 var honum veitt forstaða fyrir nefnd SÞ um málefni Kongó.


==Tilvísanir==
==Tilvísanir==
Lína 46: Lína 63:
| eftir = [[Kurt Waldheim]]
| eftir = [[Kurt Waldheim]]
}}
}}

{{Töfluendir}}
{{Töfluendir}}
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = U Thant|mánuðurskoðað = janúar|árskoðað = 2021}}
{{Aðalritarar Sameinuðu þjóðanna}}
{{Aðalritarar Sameinuðu þjóðanna}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{stubbur|æviágrip}}

Útgáfa síðunnar 3. janúar 2021 kl. 21:54

U Thant
သန့်
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
30. nóvember 1961 – 31. desember 1971
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. janúar 1909
Pantanaw , Búrma, breska Indlandi
Látinn25. nóvember 1974 (65 ára) New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniMjanmarskur
MakiDaw Thein Tin (d. 1989)
BörnMaung Bo, Tin Maung Thant, Aye Aye Thant
HáskóliÞjóðarháskóli Búrma, Rangoon-háskóli
AtvinnaStjórnmálamaður, erindreki
Undirskrift

Thant (búrmíska: ဦးသန့်; 22. janúar 190925. nóvember 1974), yfirleitt kallaður með heiðurstitlinum U Thant, var búrmískur ríkiserindreki og þriðji aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1961 til 1971. Hann var valinn í embættið eftir að fyrirrennari hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi í september 1961. Thant var fyrsti maðurinn frá landi utan Evrópu sem gegndi embættinu og gegndi því lengur en nokkur annar, í tíu ár og einn mánuð.

Thant kom frá bænum Pantanaw og hlaut menntun í Þjóðarháskóla Búrma og Rangoon-háskóla. Thant var pólitískur hófsemismaður sem fetaði milliveg á milli þjóðernissinna og þeirra sem vildu halda tryggð við breska heimsveldið á rósturtímum í Mjanmar. Hann var návinur fyrsta forsætisráðherra Mjanmar, U Nu, og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn Nu frá 1948 til 1961. Thant þótti yfirvegaður og hispurslaus og var því virtur meðal kollega sinna.[1]

Thant var útnefndur aðalritari Sameinuðu þjóðanna árið 1961 eftir að forveri hans, Dag Hammarskjöld, lést í flugslysi. Á fyrsta kjörtímabili sínu stóð Thant fyrir samningaviðræðum milli Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Nikita Krústsjov leiðtoga Sovétríkjanna í Kúbudeilunni árið 1962 og tókst að forða heimsbyggðinni frá miklum hörmungum. Í desember sama ár skipaði Thant Grandslam-aðgerðina svokölluðu, sem batt enda á uppreisn í Kongó. Thant var endurkjörinn aðalritari með öllum atkvæðum öryggisráðsins þann 2. desember 1966. Á seinna kjörtímabili sínu varð Thant vel þekktur fyrir að gagnrýna aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu. Hann skipulagði inngöngu ýmissa nýsjálfstæðra afrískra og asískra ríkja í Sameinuðu þjóðirnar. Thant neitaði að gegna kjörtímabili í þriðja sinn og settist í helgan stein árið 1971.

Thant lést úr lungnakrabbameini árið 1974. Hann var trúrækinn búddisti og sem þekktasti Mjanmari á alþjóðasviðinu var hann mjög virtur og dáður í heimalandi sínu. Þegar herstjórn landsins neitaði að heiðra hann eftir dauða hans brutust út uppþot í Rangoon en ríkisstjórnin kvað þau í kútinn með nokkrum dauðsföllum.

Æsku- og uppvaxtarár

Thant var elstur fjögurra bræðra, fæddur í Pantaw í Búrma sem þá var undir nýlendustjórn. Hann var af ætt þokkalega stæðra landeigenda og hrísgrjónakaupmanna. Po Hnit, faðir hans, var menntaður í Kalkútta og sagður eini íbúi heimaþorps síns sem talað gat ensku. Hann var meðal stofnenda dagblaðsins Thuriya (Sólin) í Rangoon. Þótt fjölskyldan væri sanntrúaðir búddistar af þjóð Bamara, var meðal forfeðra hennar að finna fólk frá Indlandi og Kína, af ýmsum trúarbrögðum. Allir bræðurnir fjórir leituðu sér menntunar og urðu stjórnmálamenn eða háskólakennarar.

Po Hnit bjó yfir miklu bókasafni, þar sem finna mátti fjölda verka eftir breska og bandaríska höfunda. Thant varð snemma mikill bókaormur og var uppnefndur heimspekingurinn af skólafélögum sínum. Auk bóklesturs varði hann miklum tíma í íþróttir og tónlist. Aðeins ellefu ára gamall tók hann þátt í stúdentaverkföllum sem beindust að óvinsælli háskólalöggjöf árið 1920. Fjórtán ára gamall missti hann föður sinn og deilur vegna erfðamála leiddu móður hans og fjölskylduna í mikil fjárhagsleg vandræði.

Vegna fráfalls föðursins treysti Thant sér ekki til að ljúka fjögurra ára námi og ákvað í staðinn að stefna á tveggja ára kennaranám frá Háskólanum í Rangoon árið 1926. Sem elsti sonur bar honum að tryggja afkomu fjölskyldunnar. Í háskólanum var Thant samtíða Nu, síðar forsætisráðherra Búrma, í sagnfræðinámi og varð þeim vel til vina. Hlotnuðust Thant ýmsar ábyrgðarstöður í stúdentasamfélaginu auk þess sem hann var iðinn við að skrifa í hugvísindatímarit. Að kennaranáminu loknu hafnaði Thant öllum boðum um áframhaldandi háskólanám og hélt aftur til heimahéraðs síns þar sem hann hóf kennslustörf árið 1928.

Árið 1931 varð Thant hæstur í landinu í könnun á færni kennara og var gerður að skólastjóra, 25 ára að aldri. Á þessum árum skrifaði hann reglulega í blöð og tímarit undir höfundarnafninu Thilawa og samdi fjölda bóka, þar á meðal rit um Þjóðabandalagið. Meðal þeirra sem höfðu hvað mest áhrif á hinn unga höfund var Indverjinn Mahatma Gandhi. Í hinu viðkvæma pólitíska ástandi í Búrma á þessum árum sigldi Thant milli skers og báru með ákafa sjálfstæðissinna á aðra hönd en breska sambandssinna á hina.

Embættismaðurinn

Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar var Búrma hernumið af Japönum frá 1942-45. Hernámsstjórnin fékk Thant til Rangoon til að stýra nefnd um endurskipulagningu skólakerfisins. Þegar til kastanna kom reyndist Thant ekki hafa nein raunveruleg áhrif og hélt hann því aftur til síns heima. Þegar Japanir freistuðu þess að taka upp kennslu á japönsku í framhaldsskólum neitaði Thant að hlýða og starfaði með vaxandi andspyrnuhreyfingu.

Þegar Búrma öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi árið 1948 varð Nu fyrsti forsætisráðherra hins nýja ríki og skipaði Thant sem yfirmann ríkisútvarpsins. Þegar þar var komið sögu hafði borgarastyrjöld brotist út í landið. Karen-þjóðin greip til vopna og stefndi Thant lífi sínu í hættu við að halda í herbúðir uppreisnarliðsins til að freista þess að koma á friði. Samningaviðræðurnar fóru út um þúfur og árið eftir var heimabær Thant og heimili hans brennt til grunna af uppreisnarmönnum. Árið 1950 fékk hann valdamikið embætti í upplýsingaráðuneytinu og frá 1951-57 var hann aðstoðarmaður forsætisráðherrans og sá meðal annars um að skipuleggja utanlandsferðir U Nu, semja ræður hans og taka á móti gestum. Allan þann tíma var hann nánasti ráðgjafi og samstarfsmaður forsætisráðherrans.

Hann lét mikið til sín taka á alþjóðavettvangi og árið 1955 stýrði hann Bandung-ráðstefnunni á Indónesíu sem varð upphafið að alþjóðlegri hreyfingu hlutlausra ríkja. Frá 1957-61 stýrði hann fastanefnd Búrma hjá Sameinuðu þjóðunum og tók virkan þátt í samningaviðræðum í tengslum við frelsisbaráttu Alsír. Árið 1961 var honum veitt forstaða fyrir nefnd SÞ um málefni Kongó.

Tilvísanir

  1. A. Walter Dorn and Robert Pauk (apríl 2009). „Unsung Mediator: U Thant and the Cuban Missile Crisis“. Diplomatic History. 33 (2): 261–291. doi:10.1111/j.1467-7709.2008.00762.x.


Fyrirrennari:
Dag Hammarskjöld
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1961 – 1971)
Eftirmaður:
Kurt Waldheim


Heimildir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.