Munur á milli breytinga „Guðmundur góði Arason“

Jump to navigation Jump to search
m (Bot: Flyt 6 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q2626492)
 
== Prestur ==
Guðmundur Arason fæddist í Hörgárdal 1161 og var óskilgetinn því móðir hans, Úlfhildur Gunnarsdóttir, hafði verið nauðug gift öðrum manni áður en hún varð þunguð með föður hans, Ara Þorgeirssyni. Þegar hann var ungur féll faðir hans úti í Noregi þegar hann bjargaði [[Erlingur skakki|Erlingi skakka]] jarli undan óvinum. Föðurbróðir Guðmundar, Ingimundur prestur, ól hann upp á hálfgerðum flækingi, barði hann til bókar og var harður við hann. Um 1180 ætluðu þeir til útlanda en skipið fórst við [[Hornstrandir]]. Guðmundur bjargaðist en slasaðist illa á fæti, átti lengi í þeim meiðslum og varð þá trúmaður og [[meinlæti|meinlætamaður]]. Hann var vígður til prests 1185.
 
Hann var svo prestur á nokkrum stöðum í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og síðan á [[Vellir|Völlum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og fór mikið orð af trúhneigð hans, meinlætalifnaði, örlæti og líknsemi við þá er minna máttu sín. Fljótlega fór það orð af honum að hann gæti gert ýmis kraftaverk, læknað sjúka og rekið út illa anda. Varð þetta til þess að höfðingjar sóttust eftir að fá hann til sín. Hann ferðaðist líka mikið um, vígði brunna og gerði áheit. [[Gvendarbrunnur|Gvendarbrunna]] má enn finna víða um land og til er þekkt þjóðsaga um það þegar Guðmundur blessaði [[Drangey]] á Skagafirði.
398

breytingar

Leiðsagnarval