Gvendarbrunnur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gvendarbrunnur er brunnur, lind eða laug sem Guðmundur biskup góði er sagður hafa vígt. Fjölmargir Gvendarbrunnar eru þekktir vítt og breitt um landið. Flestir þeirra bera nafn biskupsins og heita Gvendarbrunnur eða Gvendarbrunnar en sumir þeirra bera önnur nöfn. Vatnið í þessum brunnum hefur verið talið hafa lækningamátt. Gvendarbrunnar í Heiðmörk ofan Reykjavíkur eru þekktastir þessara brunna (eða linda), einnig má nefna Gvendarbrunn í Garðabæ og Gvendarbrunn að Hólum í Hjaltadal.