Fara í innihald

Pétur Nikulásson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pétur Nikulásson var biskup á Hólum 13911411, eða í 20 ár.

Pétur Nikulásson var danskur munkur af prédikarareglu og hafði starfað í páfagarði í Rómaborg. Ekki er vitað um ætt hans eða uppruna. Hann fékk páfaveitingu fyrir Hólabiskupsdæmi og tók biskupsvígslu í Róm. Sjá páfabiskupar.

Pétur biskup kom til Íslands 1392, og virðist hafa verið einn af hinum betri útlendu biskupum hér. Árið 1391 gaf hann út skipan um kristnihald í Hólabiskupsdæmi, þar sem lagt var fyrir presta að kenna fólki kristileg fræði, m.a. boðorðin tíu. Hann hélt skóla á biskupssetrinu og vandaði val á kennurum. Um og upp úr 1394 vísiteraði hann allar kirkjur í biskupsdæminu og lét rita skrá yfir eignir þeirra. Þegar Vilchin Hinriksson tók við sem biskup í Skálholti, 1394, efndi hann til veislu sem var í minnum höfð, og var Pétur Hólabiskup meðal boðsgesta. Pétur er talinn hafa stýrt Hólabiskupsdæmi höfðinglega, líkt og Jón skalli forveri hans.

Skömmu fyrir svartadauða, 1402, fór Pétur biskup utan og dvaldist erlendis það sem eftir var ævinnar. Fól hann þá umboðsmönnum sínum að vinna biskupsverk á Hólum. Hann dó 1410 eða 1411.

Hinn 27. desember 1394 fauk Hóladómkirkja í stormviðri, "með svo undarlegum atburð að hvert tré brotnaði. Varð þar engu undan bjargað nema líkneskjum og helgum dómum". Lét Pétur þegar gera nýja kirkju, sem talið er að hafi að hluta staðið fram á daga Guðbrands biskups. Er þessi kirkja stundum kölluð Péturskirkja.

Máldagabók Péturs Nikulássonar yfir kirkjur í Hólabiskupsdæmi er til í uppskrift frá 17. öld (Pétursmáldagar).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón Helgason biskup: Kristnisaga Íslands I, 216-217.
  • Sigurður Líndal (ritstj.): Saga Íslands V.Fyrirrennari:
Jón skalli Eiríksson
Hólabiskup
(13911411)
Eftirmaður:
Jón Tófason