Fara í innihald

Kenneth Arrow

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kenneth Joseph Arrow (23. ágúst 1921 - 21. febrúar 2017) var bandarískur hagfræðingur, rithöfundur, stjórnmálafræðingur og stærðfræðingur. Hann vann Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1972 ásamt John Hicks.

Arrow spilaði stórt hlutverk í nýklassískri kenningu hagfræðinnar á eftirstríðsárum seinni heimsstyrjaldarinnar. Merkustu verk Arrow eru framlög hans til almannavalfræði og þá einna helst með Þversögn Arrows (e. Arrow’s impossibility theorem) og verk hans við heildarjafnvægisgreiningu.[1]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Arrow fæddist þann 23. ágúst 1921 í New York. Foreldrar Arrows, Lillian Greenberg og Harry Arrow, voru af rúmenskum uppruna. Arrow átti eina systur, Anita Summers, sem var einnig hagfræðingur. Fjölskylda Arrows var mjög stuðningsrík við menntun hans.[2]

Arrow útskrifaðist úr Townsend Harris High School í Queens, New York. Í framhaldi öðlaðist hann Bachelor gráðu í stærðfræði úr City College of New York árið 1940. Í júni 1941 útskrifaðist Arrow með meistaragráðu úr Columbia University en þar lærði hann undir stærðfræðingnum og hagfræðingnum Harold Hotelling sem stýrði Arrow út í hagfræði.[2][3]

Arrow giftist konu sinni, Selma Schweitzer, árið 1947. Schweitzer útskrifaðist úr hagfræði úr Háskólanum í Chicago en starfaði seinna meir sem geðlæknir. Schweitzer lést árið 2015 og áttu þau Arrow saman tvo syni, þá David Michael (f. 1962) og Andrew Seth (f. 1965).[3]

Arrow lést á heimili sínu í Palo Alto í Kaliforníu þann 21. febrúar 2017 95 ára að aldri.[1]

Akademískur ferill[breyta | breyta frumkóða]

Á árunum 1946 - 1949 varði Arrow tímanum sínum sem framhaldsnemi við Columbia University og við rannsóknarvinnu í Cowles Foundation for Reasearch in Economics í Háskólanum í Chicago. Á sama tíma starfaði hann einnig sem lektor í hagfræði í Háskólanum í Chicago. Seinna meir fór hann úr Chicago og hóf að kenna í Stanford og kenndi þar bæði hagfræði og tölfræði.[1]

Árið 1951 hlaut Arrow doktorsgráðu frá Columbia. Eftir það hóf hann starfa hjá ríkinu innan efnahagsráðgjafanefndar ásamt Robert Solow. Árið 1968 hætti Arrow hjá Stanford og hóf kennslu sína í Harvard, en á þeim tíma hlaut hann Nóbelsverðlaun í hagfræði.[1]

Fimm af fyrrverandi nemum Arrows hafa hlutið Nóbelsverðlaun og má þar nefna: John Harsanyi, Eric Maskin, Roger Myerson, Michael Spence og Joseph E. Stiglitz.[1]

Framlög til Hagfræði[breyta | breyta frumkóða]

Þversögn Arrows[breyta | breyta frumkóða]

Arrow setti fram þá kenningu að án þess að samþykkja samanburð þeirra mismunandi stiga nytja sem fullnægja einstaklingum er ómögulegt að móta félagslega forgangsröðun sem fullnægir öllum eftirfarandi skilyrðum: einræðisleysi, einstaklingsfullveldi, einróm, frelsi frá óviðkomandi valmöguleikum og sérstaða stöðu hópa.[1]

Þversögnin teygir sig inn í almannavalfræði og kenningar um réttlæti sem og kosningakenningar.

Almenn jafnvægiskenning[breyta | breyta frumkóða]

Vinna eftir Arrow og Gérard Debreu og á sama tíma vinna eftir Lionel McKenzie gáfu fyrstu strangar sannanir fyrir tilvist markaðsjöfnunarjafnvægi. Debreu vann Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1983 fyrir sitt framlag. Arrow hélt áfram með líkan Debreu og bætti við það til að ná yfir óvissu. Arrow–Debreu líkanið er almennt jafnvægislíkan. Þar er fullyrt að samkvæmt ákveðnum efnahagslegum forsendum verði að vera verðsett þannig að heildarframboð muni vera jafnt samanlagðri eftirspurn eftir hverri vöru í hagkerfinu. Adam Smith og rit hans Auðlegð þjóðanna hafði mikil áhrif á hvernig Arrow nálgaðist almennu jafnvægiskenninguna. Auðlegð þjóðanna var skrifuð árið 1776 og er greining á aukningu hagvaxtar sem verkaskiptingin færi fram.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 „Kenneth Arrow“, Wikipedia (enska), 19. september 2023, sótt 22. september 2023
  2. 2,0 2,1 „Kenneth J. Arrow“. www.hetwebsite.net. Sótt 22. september 2023.
  3. 3,0 3,1 „Who was Kenneth Arrow? Everything You Need to Know“. www.thefamouspeople.com (bandarísk enska). Sótt 22. september 2023.