Harold Hotelling
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Harold Hotelling (29. september 1895 – 26. desember 1973) var áhrifamikill bandarískur tölfræðingur og hagfræðingur sem þekktur var fyrir vinnu sína á sviði tölfræðikenninga, fjölþáttagreiningar og hagfræði. Framlag hans spannar margvíslegar fræðigreinar og hefur komið á fót grundvallar hugtökum og aðferðum sem eru enn mikilvægar í tölfræði og hagfræði í dag. Vinna Hotelling um tölfræðilegar aðferðir, hagfræði og opinbera stefnu lagði grunninn að nokkrum nútíma megindlegum aðferðum og veitti djúpa innsýn í efnahagslega hegðun og markaðs uppbyggingu.[1]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Harold Hotelling fæddist í Fulda, Minnesota. Hann lauk grunnnámi í blaðamennsku við háskólann í Washington árið 1919. Eftir það lagði hann stund á meistaragráðu og síðan doktorsgráðu í stærðfræði við Princeton-háskóla, sem hann lauk við árið 1924. Doktorsrannsókn hans fjallaði um svæðisfræðileg einkenni í fræðilegri stærðfræði. Fljótlega fór hann yfir á hagnýt svið, einkum tölfræði og hagfræði, eftir að hafa áttað sig á möguleikum tölfræðilegra aðferða við að leysa raunveruleg vandamál .
Ferill Hotelling hófst við Stanford háskóla, þar sem hann var aðstoðarmaður við rannsóknir og síðar leiðbeinandi í stærðfræðideild. Á tíma sínum hjá Stanford fékk hann mikinn áhuga á tölfræði, svið sem var enn á frumstigi. Seint á 2. áratugnum flutti Hotelling til Columbia háskólans, þar sem hann starfaði sem dósent og síðar sem prófessor við hagfræði- og tölfræðideild. Hjá Columbia var hann umsvifamikill í upprennandi sviði tölfræði í Bandaríkjunum.
Árið 1931 varð Hotelling prófessor við Columbia háskólann og gekk síðar til liðs við nýstofnaða stærðfræðideild þar. Áhrif hans voru mikil við það að ráða og leiðbeina framtíðarleiðtogum á þessu sviði, eins og t.d. Abraham Wald og Jacob Wolfowitz. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í stofnun “the Institute of Mathematical Statistics” árið 1935 og starfaði sem fyrsti forseti hennar og stuðlaði að samvinnu og rannsóknum í tölfræði á milli ýmissa stofnana.
Árið 1946 flutti Hotelling til háskólans í Norður-Karólínu við Chapel Hill (UNC), þar sem hann varð prófessor í tölfræði. Hjá UNC átti hann stóran þátt í að koma á fót einni af fyrstu tölfræðideildum í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram að kenna og stunda rannsóknir þar til hann lét af störfum árið 1966.
Harold Hotelling lést 26. desember 1973.
Framlög til hagfræði
[breyta | breyta frumkóða]Í hagfræði er Hotelling frægastur fyrir ritgerð sína „Stability in Competition“ frá 1929, þar sem hann setti fram lög Hotellings eða meginregluna um lágmarks aðgreiningu. Þetta hugtak lýsir því hvernig fyrirtæki á samkeppnismörkuðum hafa tilhneigingu til að bjóða svipaðar vörur til að ná hámarksfjölda viðskiptavina, sem getur leitt til skorts á aðgreiningu í vöruframboði. Verk hans lögðu grunninn að rannsóknum á rýmishagfræði og staðsetningarfræði og höfðu áhrif á einokunarsamkeppni, almenningshagfræði og velferðarhagfræði.
Hotelling lagði einnig mikið af mörkum til hagkvæmni náttúruauðlinda. Árið 1931 gaf hann út "The Economics of Exhaustible Resources", sem kynnti reglu Hotelling, grundvallarreglu til að ákvarða verð og vinnsluhlutfall óendurnýjanlegra auðlinda. Þessi regla hefur enn áhrif í umhverfis- og auðlindahagfræði, sérstaklega varðandi sjálfbæra auðlindastjórnun og stefnu í loftslagsbreytingum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Biographical Memoirs of the National Academy of Sciences.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Æviágrip á National Academy of Sciences