Auðlegð þjóðanna
Auðlegð þjóðanna (á ensku The Wealth of Nations) er stórverk heimspekingsins Adams Smith og eitt frægasta hagfræðirit allra tíma. Verkið var fyrst gefið út árið 1776 í upphafi iðnbyltingarinnar í Bretlandi í fimm mislöngum hlutum eða bókum. Fyrstu þrjár bækur verksins voru gefnar út á íslensku árið 1997 í þýðingu Þórbergs Þórssonar (Bókafélagið).[1]
Í bókinni fjallar Smith um undirstöður nútíma hagfræði, t.d. verkaskiptingu, framleiðni, einstaklingshyggju og hinn frjálsa markað, og hafnaði kenningum kaupskaparstefnunnar sem naut mikilla vinsælda í Evrópu á 17. og 18. öld.[2] Útgáfa bókarinnar er talin vera upphaf klassíska tímabilsins í hagfræði eða jafnvel upphaf hagfræðinnar sem vísindagrein.[1] Oft var greinin þó kölluð stjórnmálahagfræði (political economy) fram á lok 19. aldar og hafði Smith ekki skilgreint sig sem hagfræðing. Titill verksins í heild sinni er An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations (Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?“. Vísindavefurinn. Sótt 4. mars 2024.
- ↑ O'Rourke, P. J. ""On 'The Wealth of Nations.'"". New York Times. 7 January 2005. 18 October 2018.