Fara í innihald

Auðlegð þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auðlegð þjóðanna (á ensku The Wealth of Nations) er stórverk heimspekingsins Adams Smith og eitt frægasta hagfræðirit allra tíma. Verkið var fyrst gefið út árið 1776 í upphafi iðnbyltingarinnar í Bretlandi í fimm mislöngum hlutum eða bókum. Fyrstu þrjár bækur verksins voru gefnar út á íslensku árið 1997 í þýðingu Þórbergs Þórssonar (Bókafélagið).[1]

Í bókinni fjallar Smith um undirstöður nútíma hagfræði, t.d. verkaskiptingu, framleiðni, einstaklingshyggju og hinn frjálsa markað, og hafnaði kenningum kaupskaparstefnunnar sem naut mikilla vinsælda í Evrópu á 17. og 18. öld.[2] Útgáfa bókarinnar er talin vera upphaf klassíska tímabilsins í hagfræði eða jafnvel upphaf hagfræðinnar sem vísindagrein.[1] Oft var greinin þó kölluð stjórnmálahagfræði (political economy) fram á lok 19. aldar og hafði Smith ekki skilgreint sig sem hagfræðing. Titill verksins í heild sinni er An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations (Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?“. Vísindavefurinn. Sótt 4. mars 2024.
  2. O'Rourke, P. J. ""On 'The Wealth of Nations.'"". New York Times. 7 January 2005. 18 October 2018.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]